Mál númer 201311028
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimilið Harðarból samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 115,5 m2 399,0 m3.
Afgreiðsla 252. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 30. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #374
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimilið Harðarból samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 115,5 m2 399,0 m3.
Lagt fram til kynningar.
- 12. september 2014
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #252
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimilið Harðarból samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 115,5 m2 399,0 m3.
Samþykkt.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs og afmörkun lóðar fyrir það, var auglýst 2. júní 2014 með athugasemdafresti t.o.m. 14. júlí 2014. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 633. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs og afmörkun lóðar fyrir það, var auglýst 2. júní 2014 með athugasemdafresti t.o.m. 14. júlí 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir skipulagsbreytinguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuna.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Afgreiðsla 368. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #368
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
Afgreiðsla 237. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Hestamannafélagið Hörður hefur sótt um leyfi til að byggja við félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt meðf. gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi.
Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Hestamannafélagið Hörður hefur sótt um leyfi til að byggja við félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt meðf. gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi.
Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
- 7. nóvember 2013
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #237
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
Byggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir stækkun hússins.