Mál númer 201511311
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Lögð fram umsögn umhverfissviðs.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Landgræðsla ríkisins verði fengin til að kynna aðgerðir sínar í umræddu beitarhólfi á Mosfellsheiði í bæjarráði áður en bæjarstjórn hafnar endanlega styrkbeiðni hennar.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
- 17. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1240
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Lögð fram umsögn umhverfissviðs.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu, þar sem það þurfi að taka heildstætt á umhverfis- og uppgræðslumálum á Mosfellsheiði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar vekur athygli á að fok frá örfoka landi virðir ekki landamerki. Það er því ótvíræður hagur Mosfellsbæjar að styrkja uppgræðslu Landgræðslunnar í umræddu beitarhólfi á Mosfellsheiði. Mosfellsbær á hluta af því landi sem verið er að græða upp og því mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni. - 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils.
Afgreiðsla 1238. fundar bæjarráðs samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1238
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn umhverfissviðs.