Mál númer 201511226
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur þá málsmeðferð með öllu óviðunandi að vísa frá erindi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd um að ræða starfsanda í grunnskólum sveitarfélagsins í kjölfar nýrra kjarasamninga. Kennarar voru ekki sáttir við hvernig staðið var að innleiðingu vinnumats og kvörtuðu undan slæmum starfsanda sem svo sannarlega er á verksviði fræðslunefndar að fjalla um.
Íbúahreyfingin telur að efna eigi til skoðanakönnunar meðal kennara um stöðu þessa máls í grunnskólunum.Bókun V- og D- lista:
Mikilvægt er að virða stjórnsýslu innan bæjarins, bæjarráð fer með starfsmannamál samkvæmt samþykktum bæjarins, því er málsmeðferðartillaga formanns fræðslunefndar eðlileg. Bæjarfulltrúar D- og V- lista taka undir mikilvægi þess að starfsandi sé góður innan grunskólanna.Bókun S-lista Samfylkingar:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru ósammála þeirri túlkun að umræða um starfsanda í grunnskólum bæjarins eigi ekki heima á vettvangi fræðslunefndar og þar af leiðinni ósammála afgreiðslu meirihluta nefndarinnar á málinu.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonAfgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 22. desember 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #315
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Formaður nefndarinnar leggur til að málinu verði vísað frá þar sem umfjöllun um kjarasamninga og mannauðsmál eru ekki á verksviði fræðslunefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingar, telur að þessu máli sé vísað frá á röngum forsendum og harmar það mjög. Fræðslunefnd hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart skólunum og var beiðni um að þetta mál yrði sett á dagskrá liður í að sinna því hlutverki, í kjölfar mikillar óánægju sem skapaðist í skólunum vegna innleiðingar á vinnumati, sem út af fyrir sig er ekki kjaramál heldur snýst um starfsanda í skólunum.
Bókun V og D lista:
Vinnumat er hluti af kjarasamningi. Skýrt er hvar fjallað er um slík mál í stjórnkerfi bæjarins.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #314
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Frestað.