Mál númer 201512389
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Umbeðin umsögn til bæjarráðs vegna beiðni Malbikunarstöðvarinnar Höfða um leyfi til vinnslu efnis í Seljadalsnámu næstu tvö árin.
Afgreiðsla 1258. fundar bæjarráðs samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1258
Umbeðin umsögn til bæjarráðs vegna beiðni Malbikunarstöðvarinnar Höfða um leyfi til vinnslu efnis í Seljadalsnámu næstu tvö árin.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að hefja viðræður við Malbikunarstöðina Höfða um frágang Seljadalsnámu í samræmi við ákvæði eldri samnings.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu, þar til námuvinnslan verður boðin út.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að setja eigi hagsmuni íbúa á svæðinu í afgerandi forgang í stað þess að leyfa áframhaldandi efnistöku.
Það eru íbúarnir í þessu sveitarfélagi sem skipta mestu máli og við erum til þess hér að gæta hagsmuna þeirra í nútíð og framtíð.
Íbúahreyfingin ítrekar því þá ósk sína að íbúar í nágrenni námunnar njóti forgangs fram yfir þá sem þarna vilja taka efni. Umferð þungaflutningabíla er mjög íþyngjandi fyrir þá og felur í sér rykmengun, hávaða og eyðileggingu á vegum. Á meðan að Hafravatnsvegur er ekki malbikaður er þessi efnistaka á engan hátt verjandi.Bókun V- og D- lista:
Bæjarfulltrúar verða ávallt að horfa til hagsmuna heildarinnar. Í umræddu máli er verið að vinna málið faglega og óskað umsagna fagaðila um umrætt erindi. Með því uppfyllir bæjarstjórn þá meginreglu stjórnsýslulaganna sem er rannsóknarskyldan. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort efnisvinnslu verði hætt í Seljadal en þar er efnisvinnsla samkvæmt aðalskipulagi. Bæjarfulltrúar V og D lýsa yfir furðu sinni við ófaglega afstöðu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar virðist vilja ganga framhjá faglegu og eðlilegu ferli og taka afstöðu áður en mál er fullupplýst.Bókun S-lista Samfylkingar:
Það mál sem hér er til umræðu er á því stigi að verið er að afla upplýsinga og gagna til þess að hægt sé að komast að niðurstöðu varðandi framgang erindisins frá Höfða. Engin ákvörðun hefur verið tekin, hvorki af eða á og verður ekki fyrr en að lokinni faglegri skoðun.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bókanir D- , S- og V-lista eiga að mati Íbúahreyfingarinnar ekki við rök að styðjast. Búið er að meta magn efnis í námunni og vinna mat á umhverfisáhrifum, fá álit Skipulagsstofnunar o.fl. Rannsóknarskyldu hefur því núþegar verið fullnægt. Það eina sem eftir stendur er að taka pólitíska ákvörðun um framhaldið.Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1242
Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu, þar til námuvinnslan verður boðin út.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns.
Bókun M- lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig mótfallinn því að haldið verði áfram efnistöku í Seljadalsnámu. Þungaflutningar í tengslum við grjótnámið rýra lífsgæði íbúa á afgerandi hátt, auk þess sem vegirnir eru ekki í því ástandi til að taka við umferð bílanna um Hafravatnsveg. Íbúahreyfingin telur að Mosfellsbær eigi að sjá til þess að íbúum líði vel og telur það vega þyngst í þessu máli, ekki stuðlabergsmyndanir sem mögulega koma í ljós við sprengingar í námunni eins og fulltrúi V-lista hefur lagt höfuðáherslu á í þessu máli.