Mál númer 201509557
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Engin athugasemd hefur borist.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Engin athugasemd hefur borist.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi Desjarmýri 5, unnin af Umhverfissviði skv. ósk Oddsmýrar ehf.
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 12. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #403
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi Desjarmýri 5, unnin af Umhverfissviði skv. ósk Oddsmýrar ehf.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Bæjarráð hefur þann 12.11.2015 samþykkt að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýrar ehf. og jafnframt að vísa til skipulagsnefndar erindi félagsins að því er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #401
Bæjarráð hefur þann 12.11.2015 samþykkt að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýrar ehf. og jafnframt að vísa til skipulagsnefndar erindi félagsins að því er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Nefndin heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 5 í samræmi við erindi Oddsmýrar ehf.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Minnisblað um stöðu úthlutunar lóða við Desjamýri lagt fram.
Afgreiðsla 1235. fundar bæjarráðs samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Bæjarráð vísaði 8.10.2015 breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar, sem tók erindið fyrir á 399. fundi 27.10.2015 og fól skipulagsfulltrúa að gera umsögn um málið. Umsögnin lögð fram.
Afgreiðsla 1234. fundar bæjarráðs samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1235
Minnisblað um stöðu úthlutunar lóða við Desjamýri lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýri ehf. Jafnframt að vísa erindinu til skipulagsnefndar hvað varðar breytingar á deiliskipulagi.
- 5. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1234
Bæjarráð vísaði 8.10.2015 breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar, sem tók erindið fyrir á 399. fundi 27.10.2015 og fól skipulagsfulltrúa að gera umsögn um málið. Umsögnin lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá bréfritara.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Sótt hefur verið um lóðina Desjamýri 5 með fyrirvara um breytingu á byggingareit. Bæjarráð vísar breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar og frestar úthlutun þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið.
Afgreiðsla 399. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #399
Sótt hefur verið um lóðina Desjamýri 5 með fyrirvara um breytingu á byggingareit. Bæjarráð vísar breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar og frestar úthlutun þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn um erindið í samræmi við umræður á fundinum.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Umsókn um lóð með fyrirvara um breytingu á byggingareit.
Afgreiðsla 1230. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1230
Umsókn um lóð með fyrirvara um breytingu á byggingareit.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tilllögu að breytingu á byggingareit til skipulagsnefndar. Bæjarráð er jákvætt fyrir úthlutun lóðarinnar til umsóknaraðila en úthlutun er frestað þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið.