Mál númer 2015082065
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt fyrir svæðisskipulagsnefnd og nágrannasveitarfélögum. Svör hafa borist frá sveitarfélaginu Ölfusi og svæðisskipulagsnefnd. Ákveða þarf tímasetningu og tilhögun almenns fundar sbr. bókun á 399. fundi.
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 12. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #403
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt fyrir svæðisskipulagsnefnd og nágrannasveitarfélögum. Svör hafa borist frá sveitarfélaginu Ölfusi og svæðisskipulagsnefnd. Ákveða þarf tímasetningu og tilhögun almenns fundar sbr. bókun á 399. fundi.
Samþykkt að stefna að fundi fyrri hluta febrúar nk.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið endurskoðuð með tilliti til þess að farið verði með hana skv. 30.-32. grein skipulagslaga.
Afgreiðsla 399. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #399
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið endurskoðuð með tilliti til þess að farið verði með hana skv. 30.-32. grein skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, m.a. verði haldinn almennur kynningarfundur með íbúum.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 2.10.2015 þar sem fram kemur að stofnunin fellst ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða og því þurfi að fara með breytinguna sem verulega skv. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 398. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #398
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 2.10.2015 þar sem fram kemur að stofnunin fellst ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða og því þurfi að fara með breytinguna sem verulega skv. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með breytinguna í samræmi við 30.-32. gr. skipulagslaga og óskar eftir að tillögugögnin verði endurskoðuð með tilliti til þess.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis. Tillagan er um að breyta skilgreiningu á landnotkun svæðisins þannig að þar verði heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum.
Tillaga fulltrúa S-lista Samfylkingarinnar: $line$Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samþykkt 395. fundar Skipulagsnefndar varðandi miðsvæði 401-M norðan Krikahverfis verði meðhöndluð eins og um meiriháttar breytingu sé að ræða.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir$line$Ólafur Ingi Óskarsson$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum að fyrir fundi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli liggja tillaga um breytingu á aðalskipulagi við Sunnukrika án þess að fram fari greining á því hvaða áhrif breytingin hefur á skipulag miðsvæðis og samgöngur og mannlíf í Krikahverfi. Ekki verður betur séð en að tillagan styðji fyrri ábendingar Íbúahreyfingarinnar um að það skorti alla heildarsýn í skipulagsmálum í Mosfellsbæ.$line$Íbúahreyfingin gerir líka verulegar athugasemdir við að formaður skipulagsnefndar skuli á síðasta bæjarstjórnarfundi hafa látið í veðri vaka að breytingar á skipulagi í Krikahverfi væru einungis á umræðustigi og að ekki yrði anað að neinu. Þremur vinnudögum síðar er málið komið á lokastig og tillaga um aðalskipulagsbreytingu komin fullunnin inn á borð skipulagsnefndar. Íbúahreyfingin mótmælir svona vinnubrögðum og hvetur formanninn til heiðarlegra samskipta í bæjarstjórn.$line$Íbúahreyfingin skorar á D- og V-lista að meðhöndla breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi og veita með því íbúum í hverfinu rétt til aðkomu að skipulagsvinnunni.$line$$line$Tillaga V- og D-lista:$line$Fulltrúar V- og D- lista leggja til að farið verði með málið í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar, einnig beinir bæjarstjórn þeim tilmælum til skipulagsnefndar að funda með íbúum Krikahverfis. $line$Þegar afstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir um hvort um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða mun hún lögð fram í skipulagsnefnd.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.$line$$line$Bókun V- og D-lista:$line$Fulltrúar V og D lista telja það vera til mikilla bóta bæði fyrir Krikahverfi og miðbæ Mosfellsbæjar að opna á þann möguleika að á svæðinu geti verið blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu. Enda hefur sú hugmynd verið til umræðu í nokkur tíma og var meðal annars rædd í starfshóp um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ.$line$Málflutningur og ávirðingar Íbúahreyfingarinnar eru þess eðlis að þær eru ekki svaraverðar.
- 1. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #395
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis. Tillagan er um að breyta skilgreiningu á landnotkun svæðisins þannig að þar verði heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna, með breytingu á nýtingarhlutfalli í samræmi við umræður á fundinum, sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.