Mál númer 201511211
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Kynning á erindi umhverfisnefndar Varmárskóla
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #166
Kynning á erindi umhverfisnefndar Varmárskóla
Erindið kynnt. Umræður um málið.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Umsögn vegna erindis umhverfisnefndar Varmárskóla lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að nauðsynlegt sé að beina erindi umhverfisnefndar Varmárskóla í rétta farvegi í stjórnsýslunni, í stað þess að vísa erindinu til baka til skólastjóra og leggur til að erindinu verði vísað til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu og úrlausnar.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun S-lista Samfylkingar:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar eru sammála þeirri skoðun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að nauðsynlegt sé að beina erindi umhverfisnefndar Varmárskóla í réttan farveg innan stjórnsýslunnar og með það í huga teljum við rétt að beina erindinu til skólastjóra Varmárskóla sem veiti því brautargengi inn í stjórnsýslu bæjarins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun bæjarfulltrúa D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar D- og V- lista taka heilshugar undir bókun S-lista.Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
- 23. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1241
Umsögn vegna erindis umhverfisnefndar Varmárskóla lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu skólastjórnenda Varmárskóla.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla lagt fram.
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1237
Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og umhverfissviðs.