Mál númer 201510018
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Minnisblað vegna fyrirspurnar Íbúahreyfingarinnar lagt fram.
Afgreiðsla 1244. fundar bæjarráðs samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1244
Minnisblað vegna fyrirspurnar Íbúahreyfingarinnar lagt fram.
Lagt fram.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Umsögn mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að bæjarstjórn endurskoði þá ákvörðun að lækka sumarlaun tónlistarkennara vegna verkfalls á haustönn 2014 enda hefur sú aðferð ekki verið tíðkuð hingað til. Bæði Garðabær og Seltjarnarnes sýndu þá framsýni að gera tillögu kjaranefndar um að lækka launin ekki að sinni og greiddu tónlistarkennurum sínum sumarlaunin.
Í ljósi þess hversu mikið vægi tónlistin hefur í Mosfellsbæ telur Íbúahreyfingin að kennarar eigi skilið að fá sumarlaunin sín. Eins og fram kemur í erindi þeirra frá 28. september 2015 lögðu þeir á sig mikla og ólaunaða aukavinnu til að bæta nemendum sínum kennslutap. Þeir gerðu það að vísu óumbeðnir en engu að síður sýnir það okkur að þeir bera hag nemenda sinna umfram allt fyrir brjósti og það telur Íbúahreyfingin að bæjarstjórn eigi að meta til fjár.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun V- og D-lista:
Afgreiðsla þessa máls var í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem eru samkvæmt verklagslagreglum og kjarasamningum um uppgjör launa í kjölfar verkfalla.
Stærstur hluti af starfi tónlistarskólakennara fer fram að vetri, en launagreiðslur eru jafnaðargreiðslur sem dreift er allt árið um kring. Að loknu verkfalli er reiknað út hve stór hluti af árlegu starfi hefur hefur ekki verið unninn. Það hefur því áhrif á heildarlaunagreiðslur á árinu og því skerðast greiðslur að sumri til hlutfallslega. Ef hins vegar kennarar eru beðnir um að vinna að verkefnum að afloknu verkfalli sem annars hefði átt að vinna á verkfallstíma er rétt að greiða fyrir það yfirvinnugreiðslur. Greitt var fyrir þá vinnu sem var umfram vinnuskyldu tónlistarskólakennara með yfirvinnugreiðslum að meðtöldu orlofi.Bókun S-lista Samfylkingar:
Verkföll hafa þær afleiðingar að starfsfólk missir laun og vinnuveitendur missa vinnuframlag starfsmanna. Vinnudeilur bitna síðan því miður oftast á fólki sem á ekki beina aðkomu að deilunni. Launauppgjör vegna afleiðinga verkfalla fer fram samkvæmt þeim reglum sem um það gildir og fram koma í minnisblöðum embættismanna Mosfellsbæjar.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson - 23. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1241
Umsögn mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs lögð fram.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við óskum bréfritara enda er sú afgreiðsla í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir að bæjarstjóri afli nánari upplýsinga um áhrif verkfalls á greiðslu sumarlauna til kennara Listaskólans. Einnig magn þeirrar kennslu sem kennarar unnu launalaust og rætt er um í bréfi kennara og hver tók ákvörðun um hana.
Íbúahreyfingin óskar ennfremur eftir upplýsingum um hvernig önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu leystu þessi mál, þ.e. hvort sumarlaun voru felld niður og hvort kennslutap var unnið upp - 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Erindi kennara við Listaskóla Mosfellsbæjar um endurskoðun á greiðslu sumarlauna lagt fram.
Afgreiðsla 1232. fundar bæjarráðs samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1232
Erindi kennara við Listaskóla Mosfellsbæjar um endurskoðun á greiðslu sumarlauna lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslusviðs.