Mál númer 201601156
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Minnisblað um merki Mosfellsbæjar lagt fram.
Afgreiðsla 1248. fundar bæjarráðs samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. febrúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1248
Minnisblað um merki Mosfellsbæjar lagt fram.
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að setja eftirfarandi reglur um notkun á merki Mosfellsbæjar sem skal birta á heimasíðu bæjarins:
"Notkun merkis Mosfellsbæjar er heimil til að auðkenna kynningarefni, fasteignir, verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfs. Auk þess er íþrótta- og tómstundafélögum og góðgerðarsamtökum sem starfa í Mosfellsbæ heimilt að nota merkið, enda sé uppruni þess sem merkja á ljós. Fyrir alla aðra notkun skal leita heimildar og leiðsagnar hjá þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar."
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Erindi tekið á dagskrá að ósk bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1243
Erindi tekið á dagskrá að ósk bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.