Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær veit­ir ár­lega ein­stak­ling­um og fé­lags­sam­tök­um styrki til marg­vís­legr­ar starf­semi.

Ann­ar­s­veg­ar er um að ræða ár­lega styrki sem aug­lýst­ir eru sér­stak­lega svo sem menn­ing­ar­styrk­ir á hendi menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar, styrk­ir til verk­efna á sviði fjöl­skyldu­þjón­ustu í Mos­fells­bæ á veg­um vel­ferð­ar­sviðs og hins­veg­ar eru al­menn­ir styrk­ir eða styrkt­ar­lín­ur til ým­is­kon­ar verk­efna sem falla ekki und­ir ár­lega styrki.

Upp­hæð­ir styrkja ráð­ast af fjár­heim­ild­um í fjár­hags­áætlun ár hvert.


Af­reks­fólk í fé­lög­um utan Mosfellsbæjar

Af­reks­fólk í Mos­fells­bæ og þjálf­ar­ar/leið­bein­end­ur sækja um styrki inn­an síns íþrótta- og tóm­stunda­fé­lags. Fé­lög með sam­starf­samn­ing við Mos­fells­bæ fá á hverju ári fram­lag frá Mos­fells­bæ í af­reks- og styrkt­ar­sjóð til að mæta kostn­aði af­reks­fólks vegna æf­inga og keppn­is­ferða og til að auð­velda þjálf­ur­um/leið­bein­end­um að efla sig í starfi. Hvert fé­lag um sig ráð­staf­ar þess­um fjár­mun­um í sam­ræmi við það.

Með þess­um styrk er ver­ið að huga að því af­reks­fólki í Mosfellsbæ sem stund­ar íþrótt/tómstund með félögum utan bæjarins.


Bæj­arlista­mað­ur

Menn­ing­ar- og lýðræðisnefnd Mos­fells­bæj­ar óskar eft­ir um­sókn­um og tilnefningum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök lista­fólks í Mos­fells­bæ sem bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2024.

Allt starf­andi lista­fólk, lista­hóp­ar og sam­tök sem starfa í Mos­fells­bæ koma til greina og nefnd­in met­ur all­ar um­sókn­ir og til­nefn­ing­ar sem fram koma.

Út­nefn­ing bæj­arlista­manns fer fram í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima.

Um­sókn­ir og til­nefn­ing­ar skulu berast ra­f­rænt í gegn­um þjón­ustugátt bæj­ar­ins og þurfa að hafa borist í síð­asta lagi 11. ág­úst 2024.


Efni­legt ungt fólk

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 1. mars 2024.

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um vegna út­hlut­un­ar styrkja til efni­legra ung­menna sem leggja stund á íþrótt­ir, tóm­stund­ir eða list­ir yfir sum­ar­tím­ann.

Öll ung­menni á aldr­in­um 16-20 ára, (f. 2004, 2005, 2006 og 2007) með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sér­staka hæfi­leika á sínu sviði geta sótt um styrk­inn.

Markmið styrks­ins er með­al ann­ars að gefa ein­stak­ling­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa frá bæn­um á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tóm­stund yfir sum­ar­tím­ann. Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Mos­fells­bæ og greitt í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Sótt er um ra­f­rænt á þjónustugátt Mos­fells­bæj­ar.

At­hygli er vak­in á að ung­ling­um á aldr­in­um 13-15 ára (f. 2008, 2009 og 2010) sem taka þátt í til dæm­is lands­liðs­verk­efn­um og/eða verk­efn­um fyr­ir fé­lög/fé­laga­sam­tök á vinnu­tíma vinnu­skóla verð­ur gef­inn sá mögu­leiki að sækja form­lega um leyfi á laun­um á þeim tíma sem að verk­efn­ið var­ir. Skil­yrði er að við­kom­andi verði skráð­ur í vinnu í Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar og skili þar lág­marks vinnu­fram­lagi.


Greiðsla fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 29. fe­brú­ar 2024.

Mos­fells­bær aug­lýsir eft­ir um­sókn­um um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka. Um er að ræða styrki til greiðslu fast­eigna­skatts af fast­eign­um þar sem fram fer starf­semi sem ekki er rek­in í ágóða­skyni.


Klöru­sjóð­ur

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 22. apríl 2024.

Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að fram­þró­un á skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ. Sjóð­ur­inn er ætl­að­ur til að styrkja verk­efni sem unn­in eru í ein­stök­um skól­um eða í sam­starfi á milli skóla.

Veitt­ir eru styrk­ir einu sinni á ári úr sjóðn­um. Heild­ar­fram­lag sjóðs­ins árið 2024 eru þrjár millj­ón­ir.

Í ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóð­inn geta sótt ein­staka kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, að­r­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frístund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla.

Um­sókn­um skal skilað ra­f­rænt á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar.


List­við­burð­ir og menn­ing­ar­mál

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 1. mars 2024.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrki vegna list­við­burða og menn­ing­ar­mála árið 2024.

Um­sækj­end­ur geta ver­ið ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök eða stofn­an­ir, inn­an sem utan Mos­fells­bæj­ar.

Fjár­fram­lög til lista og menn­ing­ar­mála eru af tvenn­um toga:

  • Fjár­fram­lög til al­mennr­ar list­a­starf­semi
  • Fjár­fram­lög vegna við­burða eða verk­efna

Um­sókn­um skal skilað í síð­asta lagi þann 1. mars 2024 á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Niðurstöður Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 12. mars 2024 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.


Ný­sköp­un­ar­styrk­ur

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 28. maí 2024.

Lum­ar þú á frum­legri hug­mynd sem gæti gert gott sam­fé­lag enn betra? Sæktu um ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar og hug­mynd­in þín gæti orð­ið að veru­leika. Upp­hæð styrks­ins er 1.000.000 kr.

Skil­yrði er að ný­sköp­un­ar­verk­efn­ið teng­ist eða gagn­ist Mos­fells­bæ á ein­hvern hátt.


Verk­efni á sviði vel­ferð­ar­mála

Um­sókn­ar­frest­ur rann út 30. nóv­em­ber 2023.

Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrki til verk­efna á sviði vel­ferð­ar­mála í Mos­fells­bæ.

Af­greiðsla styrk­umsókna fer fram fyr­ir lok mars 2024.

Að­il­ar sem fengu styrk á síð­asta ári þurfa að skila inn grein­ar­gerð um ráð­stöf­un þess fjár.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00