Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um ný­sköp­un­ar­styrki Mos­fells­bæj­ar.

1. gr. Al­mennt

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd veit­ir ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar ann­að hvert ár.

2. gr. Styrk­hæf verk­efni

Ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tengjast Mos­fells­bæ sér­stak­lega eða gagn­ast Mos­fells­bæ á einn eða ann­an hátt. Ný­sköp­un er skil­greind sem inn­leið­ing nýrr­ar eða mjög end­ur­bættr­ar vöru, þjón­ustu eða fer­ils, nýrr­ar að­ferð­ar til mark­aðs­setn­ing­ar eða nýrr­ar skipu­lagsað­ferð­ar í við­skipta­hátt­um, skipu­lagi á vinnustað eða ytri sam­skipt­um.

3. gr. Hverj­ir geta hlot­ið ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar?

Um­sækj­end­ur um ný­sköp­un­ar­styrki geta ver­ið ein­stak­ling­ar eða lög­að­il­ar sem upp­fylla eitt eða fleiri neð­an­greindra skil­yrða:

a) Eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

b) Vinna að verk­efni sem gagn­ast eða teng­ist íbú­um, fyr­ir­tækj­um eða stofn­un­um í Mos­fells­bæ sér­stak­lega.

c)Vinna að verk­efni sem varð­ar mál­efni sem teng­ist Mos­fells­bæ sér­stak­lega eða gagn­ast sveit­ar­fé­lag­inu á einn eða ann­an hátt.

4. gr. Um­sókn

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar ann­að hvert ár.

Í aug­lýs­ingu skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um helstu at­riði sem lit­ið er til við mat á um­sókn­um, hvar og hvern­ig skuli sækja um, auk upp­lýs­inga um um­sókn­ar­frest og hvenær um­sókn­ir verði af­greidd­ar ásamt upp­hæð styrks hverju sinni.

5. gr. Við­mið um mat á verk­efn­um

Við mat á verk­efni skoð­ar nefnd­in einkum ný­næmi, frum­leika, út­færslu og sam­fé­lags­leg áhrif.

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd áskil­ur sér rétt til að boða um­sækj­end­ur á sinn fund í um­sókn­ar­ferl­inu til að gera nán­ar grein fyr­ir verk­efni sínu eða óska eft­ir upp­lýs­ing­um.

6. gr. Út­hlut­un styrkja

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd vinn­ur úr inn­send­um um­sókn­um og legg­ur til við bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hvaða um­sækj­anda skuli veitt­ur ný­sköp­un­ar­styrk­ur Mos­fells­bæj­ar hverju sinni. Til­laga nefnd­ar­inn­ar skal inni­halda rök og for­send­ur fyr­ir vali um­sókna.

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd er ekki skuld­bund­in til að veita styrk­inn hverju sinni ef um­sókn­ir teljast ekki upp­fylla skil­yrði þess­ara reglna.

Til­kynna skal öll­um um­sækj­end­um þeg­ar bæj­ar­stjórn hef­ur tek­ið ákvörð­un um út­hlut­un styrkja.

Við mót­töku á styrk ábyrg­ist styrk­þegi að hon­um verði ein­ung­is var­ið til þess verk­efn­is sem sam­þykkt var að styrkja. Ef sýnt þyk­ir að styrk­ur hafi ekki ver­ið eða verði ekki nýtt­ur í þeim til­gangi sem ætlað var get­ur At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd gert til­lögu til bæj­ar­stjórn­ar um að styrk­ur­inn verði end­ur­greidd­ur í heild eða að hluta, ásamt kostn­aði við inn­heimtu. Áður en ákvörð­un um slíkt er tekin skal styrk­þega gef­inn kost­ur á að lýsa af­stöðu sinni til máls­ins.

7. gr. Sam­an­tekt og kynn­ing

Styrk­þegi skal skila sam­an­tekt á fram­vindu u.þ.b. 12 mán­uð­um frá styrk­veit­ingu og halda kynn­ingu fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd sé þess óskað.

Styrk­þegi skal ávallt birta merki Mos­fells­bæj­ar í kynn­ing­ar­efni og láta þess get­ið að verk­efn­ið hafi hlot­ið ný­sköp­un­ar­styrk Mos­fells­bæj­ar.

8. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar á fundi bæj­ar­stjórn­ar 24. apríl 2024 og öðl­ast þeg­ar gildi. Á sama tíma falla úr gildi regl­ur um þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu sem sam­þykkt­ar voru á 674. fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 22. júní 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00