Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Sjóð­ur­inn heit­ir Lista- og menn­ing­ar­sjóð­ur Mos­fells­bæj­ar og er eign Mos­fells­bæj­ar. Hann tek­ur við hlut­verki Lista­verka­sjóðs Mos­fells­bæj­ar, sem stofn­að­ur var þann 9. ág­úst 1987 á fyrsta fundi bæj­ar­stjórn­ar eft­ir að Mos­fells­hrepp­ur hlaut kaup­stað­ar­rétt­indi. Lista­verk og fjár­mun­ir Lista­verka­sjóðs Mos­fells­bæj­ar renna til Lista- og menn­ing­ar­sjóðs Mos­fells­bæj­ar.

2. gr.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fell­bæj­ar hef­ur með hönd­um dag­lega stjórn sjóðs­ins í um­boði bæj­ar­stjórn­ar.

3. gr.

Markmið sjóðs­ins er að:

  • Bæj­ar­fé­lag­ið eign­ist gott safn lista­verka, sem end­ur­spegli list­sköp­un í land­inu.
  • Veita ár­lega styrki til verk­efna á sviði menn­ing­ar­mála.
  • Efla hvers­kon­ar list og menn­ing­ar­starf­semi í bæj­ar­fé­lag­inu.

4. gr.

Ár­leg­ar tekj­ur sjóðs­ins eru sam­kvæmt fjár­hags­áætlun hverju sinni.

5. gr.

Til­laga um hvern­ig fé sjóðs­ins skuli var­ið­skal Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­n­nefnd Mos­fells­bæj­ar taka á fund­um sín­um og skulu minnst fjór­ir nefnd­ar­menn mætt­ir á slík­um fund­um. Ein­fald­ur meiri­hluti nefnd­ar­manna ræð­ur úr­slit­um varð­andi af­greiðslu mála.

6. gr.

Stjórn sjóðs­ins skal, í byrj­un hvers árs, leggja fyr­ir bæj­ar­stjórn til sam­þykkt­ar, skýrslu um áætlun sjóðs­ins. All­ar gerð­ir sjóðs­stjórn­ar þarf að leggja fyr­ir bæj­ar­stjórn til sam­þykkt­ar hverju sinni.

7. gr.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar skal ann­ast fjár­reið­ur sjóðs­ins og reikn­ings­hald. Reikn­ing­ar sjóðs­ins skulu end­ur­skoð­að­ir af skoð­un­ar­mönn­um árs­reikn­inga Mos­fells­bæj­ar og skulu þeir prent­ast ásamt reikn­ing­um bæj­ar­sjóðs.

8. gr.

For­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála skal halda skrá yfir lista­verka­eign sjóðs­ins og ljós­mynd­ir, höf­unda, hvenær unn­ið, hvenær keypt eða feng­ið að gjöf og til­efni ef eitt­hvað er, kaup­verð og hvar varð­veitt.

9. gr.

Reglu­gerð þessi er sam­þykkt af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 24. apríl 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00