Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um styrki til vel­ferð­ar­mála.

1. gr. Markmið og for­send­ur

Markmið með styrk­veit­ing­um til vel­ferð­ar­mála er að veita fé­laga­sam­tök­um, fyr­ir­tækj­um eða ein­stak­ling­um styrki til starf­semi sem stuðl­ar að nýj­ung­um eða held­ur við starf­semi tengt vel­ferð­ar­mál­um.

2. gr. Skil­yrði fyr­ir styrk­veit­ingu

Skil­yrði fyr­ir styrk­veit­ingu eru eft­ir­far­andi:

  1. Fé­lög, fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling­ar sem hljóta styrk skulu starfa að vel­ferð­ar­mál­um með ein­um eða öðr­um hætti og skal nýt­ast í þágu vel­ferð­ar­mála.
  2. Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar skulu eiga kost á að nýta þjón­ustu um­sækj­anda sem sótt er um fyr­ir.
  3. Sótt skal um áður en um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út.
  4. Skila skal grein­ar­góð­um upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hug­aða notk­un styrks­ins sem og vænt­an­leg­um ávinn­ingi af notk­un hans.
  5. Hafi um­sækj­andi feng­ið styrk áður frá vel­ferð­ar­nefnd skal gera grein fyr­ir ráð­stöf­un þess styrks sam­hliða um­sókn­inni.
  6. Með styrk­umsókn skal fylgja nýj­asti árs­reikn­ing­ur og/eða hlið­stæð gögn.
  7. Við­burð­ir eða verk­efni eru ekki styrkt eft­ir á.

4. gr. Um­sókn­ar­ferli

Aug­lýst er eft­ir um­sókn­um um styrki einu sinni á ári á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is. Hægt er að sækja um styrk­inn frá októ­ber til loka nóv­em­ber ár hvert og út­hlut­ar vel­ferð­ar­nefnd styrkj­um á fundi sín­um í fe­brú­ar árið á eft­ir.

Um­sókn­um skal skilað með ra­f­ræn­um hætti í gegn­um vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, í sam­ræmi við leið­beingar í aug­lýs­ingu hverju sinni.

5. gr. Út­hlut­un

Vel­ferð­ar­nefnd hef­ur skil­greinda upp­hæð til út­hlut­un­ar ár­lega sem kem­ur fram í fjár­hags­áætlun vel­ferð­ar­sviðs hverju sinni. Styrk­veit­ing gild­ir fyr­ir næsta fjár­hags­ár.

Vel­ferð­ar­nefnd met­ur um­sókn­ir út frá skil­yrð­um 2. gr. reglna þess­ara. Vel­ferð­ar­nefnd er heim­ilt að út­hluta allri upp­hæð­inni til eins um­sækj­anda, deila henni nið­ur á fleiri um­sækj­end­ur eða hafna öll­um styrk­beiðn­um upp­fylli þær ekki skil­yrði.

Öll­um um­sækj­end­um um styrk er til­kynnt um af­greiðslu styrk­umsókna og hvenær styrk­ur komi til greiðslu, hafi styrk­beiðni ver­ið sam­þykkt.

6. gr. Greiðsla sam­þykktra styrkja

Styrk­ur er greidd­ur sam­kvæmt reikn­ingi frá styrk­þega sem senda skal ra­f­rænt til bók­halds Mos­fells­bæj­ar.

Rétt­ur til út­hlut­un­ar fyrn­ist sé ekki send­ur reikn­ing­ur á því fjár­hags­ári sem styrk­ur­inn er veitt­ur fyr­ir.

7. gr. End­ur­kröf­ur

Sveit­ar­fé­lag­ið áskil­ur sér rétt til að end­urkrefja styrk­hafa um styrk sem veitt­ur hef­ur ver­ið á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga af hendi styrk­þega, ef styrk­ur er nýtt­ur í ann­að en um­sókn ger­ir ráð fyr­ir eða ef sann­an­lega er um for­sendu­brest eða vanefnd að ræða af hálfu styrk­þega.

8. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar í vel­ferð­ar­nefnd 21.11.2023 og stað­fest­ar í bæj­ar­stjórn 6.12.2023 og taka strax gildi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00