Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um Klöru­sjóð.

1. gr.

Markmið með ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóði skóla- og frí­stund­ar­starfs í Mos­fells­bæ er að stuðla að fram­þró­un á skóla- og frí­stund­a­starfi í Mos­fells­bæ. Fram­lög til sjóðs­ins ákvarð­ast af fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar hverju sinni.

2. gr.

Í ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóð­inn geta sótt ein­staka kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, aðr­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frí­stund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla. Skóla­stjór­ar við­kom­andi skóla skulu ávallt sam­þykkja um­sókn­ina. Ef fleiri en einn skóli sækja sam­eig­in­lega um skulu all­ir skóla­stjór­ar gefa sam­þykki sitt. Um­sókn­ir skal senda inn á Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar til Fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

3. gr.

Út­hlut­að er úr sjóðn­um einu sinni ári. Aug­lýst er eft­ir um­sókn­um í sjóð­inn að vori ár hvert. Í aug­lýs­ingu til­grein­ir fræðslu­nefnd hverju sinni ákveðna áherslu­þætti sjóðs­ins fyr­ir við­kom­andi tíma­bil en einnig er opið fyr­ir önn­ur verk­efni. Sótt er um á Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn­ir skulu hafa borist fyr­ir 15. apríl og þeim skal svar­að fyr­ir 1. júní.

4. gr.

Ár­lega eru skil­greind­ir áherslu­þætt­ir sjóðs­ins og hluti af út­hlut­un­ar­fé tengt þeim. Um­sókn­ir eru metn­ar af fræðslu­nefnd með hlið­sjón af teng­ingu verk­efn­is við Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Auk þess er tek­ið mið af mark­mið­um verk­efn­is­ins, fram­kvæmda­áætl­un, matsáætl­un, kostn­að­ar­áætl­un og vænt­an­leg­um ávinn­ingi þess fyr­ir skólastarf í Mos­fells­bæ. Fræðslu­nefnd get­ur kall­að eft­ir áliti ut­an­að­kom­andi fag­að­ila við af­greiðslu um­sókna. Til­lög­ur fræðslu­nefnd­ar eru lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð til stað­fest­ing­ar.

5. gr.

Gerð­ur er skrif­leg­ur samn­ing­ur við styrk­þega um verk­efni sem hlýt­ur styrk þar sem fram koma; meg­in­markmið verk­efn­is, ábyrgð­ar­mað­ur verk­efn­is, skil­greind­ir áfang­ar og tíma­setn­ing­ar, mæl­an­leg markmið, um­sjón­ar­menn verk­efn­is og áætl­uð verklok. Einnig er þar til­greind­ur styrk­ur sá sem verk­efn­inu hef­ur ver­ið út­hlut­að og hvernig stað­ið verð­ur að greiðsl­um.

6. gr.

Styrk­þegi skil­ar grein­ar­gerð á sér­stöku formi um verk­efn­ið þeg­ar því er lok­ið. Einnig skal styrk­þegi kynna nið­ur­stöð­ur verk­efn­is­ins fyr­ir öðr­um starfs­mönn­um og stjórn­end­um í leik- og grunn­skól­um eft­ir því sem við á sem og fræðslu­nefnd sé þess ósk­að. Mos­fells­bær hef­ur heim­ild til að nýta sér efni verk­efna, veita öðr­um heim­ild til notk­un­ar og til op­in­berr­ar birt­ing­ar á loka­skýrsl­um. Verk­efni sem fá styrk úr Klöru­sjóði geta ver­ið til­nefnd til við­ur­kenn­ing­ar á fræðslu­degi skóla- og frí­stund­a­starfs í Mos­fells­bæ.

Verði ekki af verk­efn­inu eða veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á því eru styrk­ir end­urkræf­ir. Mið­að er við styrk­ir séu greidd­ir út inn­an árs frá út­hlut­un­ar­degi en að öðr­um kosti mega styrk­þeg­ar gera ráð fyr­ir að styrk­ir falli nið­ur, nema um ann­að hafi ver­ið sam­ið.

Sam­þykkt á 764. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 24.06.2020.