Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2019
Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, er íþróttakona Mosfellsbæjar og Ingvar Ómarsson, fjallahjólreiðamaður, er íþróttakarl Mosfellsbæjar.
Gul viðvörun þriðjudaginn 14. janúar 2020
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgja börnum, yngri en 12 ára, í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar.
Skólabíll getur ekki keyrt í Mosfellsdal eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. janúar
Því miður getur skólabílinn ekki keyrt Mosfellsdalinn í dag vegna sterkra vindhviða. Sækja verður börn úr Mosfellsdal að skóla loknum.
Hilmar Elísson valinn Mosfellingur ársins 2019
Hilmar Elísson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2019 en hann bjargaði sundlaugargesti frá drukknun í Lágafellslaug.
Gul viðvörun í dag, fimmtudaginn 9. janúar 2020
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Ert þú búin(n) að kjósa íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2019?
Kosning fer fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar og stendur yfir dagana 9.-14. janúar.
Skólabíll getur ekki keyrt í Mosfellsdal í dag
Vegna veðurs getur skólabíll ekki keyrt í Mosfellsdal í dag miðvikudaginn 8. janúar 2020.
Rýmri opnun í Bókasafninu
Á nýju ári verður tekið upp á þeirri nýbreytni í Bókasafni Mosfellsbæjar að opna dyrnar upp á gátt – án þjónustu – kl. 9:00 á morgnana, virka daga.
Söngtextar fyrir þrettándabrennuna
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar fer fram í dag.
Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6. - 12. janúar 2020 - Uppfært vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun, þriðjudag 7. janúar, eru íbúar beðnir um að setja jólatré ekki út fyrir lóðarmörk til hirðingar fyrr en veður hefur gengið yfir.
Hreinsum til eftir áramótin
Talsvert rusl fellur til eftir áramót og þrettándann. Algengt er að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif sem er ekki mikil bæjarprýði. Því vilja bæjaryfirvöld biðla til íbúa og fyrirtækja í bænum að huga að nærumhverfi sínu og taka höndum saman við að hreinsa upp eftir áramótagleðina.