Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. janúar 2020

    Tals­vert rusl fell­ur til eft­ir ára­mót og þrett­ánd­ann. Al­gengt er að sjá flug­elda­leif­ar, brunn­ar skottert­ur, spýt­ur og prik á víð og dreif sem er ekki mik­il bæj­ar­prýði. Því vilja bæj­ar­yf­ir­völd biðla til íbúa og fyr­ir­tækja í bæn­um að huga að nærum­hverfi sínu og taka hönd­um sam­an við að hreinsa upp eft­ir ára­mótagleð­ina.

    Tals­vert rusl fell­ur til eft­ir ára­mót og þrett­ánd­ann. Al­gengt er að sjá flug­elda­leif­ar, brunn­ar skottert­ur, spýt­ur og prik á víð og dreif um bæ­inn.

    Bæj­ar­yf­ir­völd biðja því íbúa og fyr­ir­tæki í bæn­um að huga að nærum­hverfi sínu og taka hönd­um sam­an við að hreinsa upp eft­ir ára­mótagleð­ina.

    At­hug­ið að um­búð­ir og leif­ar af flug­eld­um fara ekki í bláu papp­írstunn­una, held­ur í al­mennt sorp. Þó svo að flug­eld­ar séu úr pappa, þá sit­ur eft­ir í þeim leir sem ger­ir það að verk­um að papp­inn sem eft­ir verð­ur er ekki hæf­ur til end­ur­vinnslu.

    • Best er að skila um­búð­um og leif­um af flug­eld­um og skottert­um í al­mennt rusl á end­ur­vinnslu­stöð Sorpu við Blíðu­bakka.
    • Ósprungn­um flug­eld­um og skottert­um sem þarf að farga á að skila í spilli­efnagám á end­ur­vinnslu­stöðv­um Sorpu.

    Hjálp­umst að við að hreinsa upp eft­ir ára­mót­in og þrett­ánd­ann. Marg­ar hend­ur vinna létt verk.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00