Talsvert rusl fellur til eftir áramót og þrettándann. Algengt er að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif sem er ekki mikil bæjarprýði. Því vilja bæjaryfirvöld biðla til íbúa og fyrirtækja í bænum að huga að nærumhverfi sínu og taka höndum saman við að hreinsa upp eftir áramótagleðina.
Talsvert rusl fellur til eftir áramót og þrettándann. Algengt er að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn.
Bæjaryfirvöld biðja því íbúa og fyrirtæki í bænum að huga að nærumhverfi sínu og taka höndum saman við að hreinsa upp eftir áramótagleðina.
Athugið að umbúðir og leifar af flugeldum fara ekki í bláu pappírstunnuna, heldur í almennt sorp. Þó svo að flugeldar séu úr pappa, þá situr eftir í þeim leir sem gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.
- Best er að skila umbúðum og leifum af flugeldum og skottertum í almennt rusl á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka.
- Ósprungnum flugeldum og skottertum sem þarf að farga á að skila í spilliefnagám á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Hjálpumst að við að hreinsa upp eftir áramótin og þrettándann. Margar hendur vinna létt verk.