Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30. Þrettándabrennan sjálf verður neðan Holtahverfis við Leirvog. Allir eru hvattir til að syngja með Stormsveitinni við undirleik Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar.
Nú árið er liðið
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,en minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Nú er glatt í hverjum hól
Nú er glatt í hverjum hól
hátt nú allir kveði;
hinstu nótt um heilög jól
höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng
:,:syngjum dátt og dönsum
því nóttin er svo löng:,:
Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Viðlag:
Veit ég Faldafeykir er
fáránlegur slagur
og hann þreyta ætlum vér
áður en rennur dagur.
Viðlag:
Síðast reynum Rammaslag.
Rökkva látum betur.
það hið feiknum fyllta lag
fjörgað dansinn getur.
Ólafur Liljurós
Ólafur reið með björgum fram.
Villir hann, stillir hann.
Hitti hann fyrir sér álfarann.
Þar rauður loginn brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum
blíðan lagði byrinn undan björgunum
fram.
Þar kom út ein álfamær.
– Sú var ekki Kristi kær.
Þar kom út ein önnur.
– Hélt á silfurkönnu.
Þar kom út hin þriðja.
– Með gullband um sig miðja.
Þar kom út hin fjórða.
– Hún tók svo til orða:
“Velkominn, Ólafur Liljurós!
– Gakk í björg og bú með oss.”
“Ekki vil ég með álfum búa,
– heldur vil ég á Krist minn trúa.”
Vendi ég mínu kvæði í kross.
– sankti María sé með oss.
Máninn hátt á himni skín
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli,
dunar ísinn blár.
Góða veislu gjöra skal
þar ég geng í dans.
Kveð ég um kóng Pípin
og Ólöfu dóttur hans.
Stígum fastar á fjöl
spörum ei vorn skó.
Guð mun ráða
hvar við dönsum næstu jól.
Mánin hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður,
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Álfareiðin
Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg,
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt,
:,:og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt:,:
Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu blika við lund,
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
:,:fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng:,:
Heilsaði hún mér drottningin
og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
:,:Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?:,:
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos