Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. janúar 2020

Hin ár­lega þrett­ánda­brenna Mos­fells­bæj­ar fer fram í dag.

Blys­för legg­ur af stað frá Mið­bæj­ar­torg­inu kl. 17:30. Þrett­ánda­brenn­an sjálf verð­ur neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog. All­ir eru hvatt­ir til að syngja með Storm­sveit­inni við und­ir­leik Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar.


Nú árið er lið­ið

Nú árið er lið­ið í ald­anna skaut
og aldrei það kem­ur til baka,
nú geng­in er sér­hver þess gleði og þraut,
það gjörv­allt er runn­ið á ei­lífð­ar braut,en minn­ing þess víst skal þó vaka.

En hvers er að minn­ast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minn­ingu geyma?
Nú allt er á fljúg­andi ferð lið­ið hjá,
það flestallt er horf­ið í gleymsk­unn­ar sjá.
En mis­kunn­semd Guðs má ei gleyma.

Ó, gef þú oss, Drott­inn, enn gleði­legt ár
og góð­ar og bless­að­ar tíð­ir.
Gef him­neska dögg gegn­um har­manna tár,
gef him­nesk­an frið fyr­ir lausn­ar­ans sár
og ei­líf­an unað um síð­ir.


Nú er glatt í hverj­um hól

Nú er glatt í hverj­um hól
hátt nú all­ir kveði;
hinstu nótt um heil­ög jól
höld­um álfagleði.

Fag­urt er rökkr­ið
við ramm­an vætta­söng
:,:syngj­um dátt og döns­um
því nótt­in er svo löng:,:

Kát­ir ljúf­lings kveð­um lag,
kveð­um draum­bót snjalla,
kveð­um glað­ir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.

Við­lag:

Veit ég Falda­feyk­ir er
fá­rán­leg­ur slag­ur
og hann þreyta ætl­um vér
áður en renn­ur dag­ur.

Við­lag:

Síð­ast reyn­um Ramm­aslag.
Rökkva lát­um bet­ur.
það hið feikn­um fyllta lag
fjörg­að dans­inn get­ur.


Ólaf­ur Liljurós

Ólaf­ur reið með björg­um fram.
Vill­ir hann, still­ir hann.
Hitti hann fyr­ir sér álfar­ann.
Þar rauð­ur log­inn brann.
Blíð­an lagði byr­inn und­an björg­un­um
blíð­an lagði byr­inn und­an björg­un­um
fram.

Þar kom út ein álfa­mær.
– Sú var ekki Kristi kær.

Þar kom út ein önn­ur.
– Hélt á silf­ur­könnu.

Þar kom út hin þriðja.
– Með gull­band um sig miðja.

Þar kom út hin fjórða.
– Hún tók svo til orða:

“Vel­kom­inn, Ólaf­ur Liljurós!
– Gakk í björg og bú með oss.”

“Ekki vil ég með álf­um búa,
– held­ur vil ég á Krist minn trúa.”

Vendi ég mínu kvæði í kross.
– sankti María sé með oss.


Mán­inn hátt á himni skín

Mán­inn hátt á himni skín,
hrím­föl­ur og grár.
Líf og tími líð­ur
og lið­ið er nú ár.

Bregð­um blys­um á loft
bleika lýs­um grund.
Glott­ir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefj­um hátt,
horf­ið kveðj­um ár.
Dátt hér dans­inn stíg­um,
dun­ar ís­inn grár.

Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Döns­um dátt á svelli,
dun­ar ís­inn blár.

Góða veislu gjöra skal
þar ég geng í dans.
Kveð ég um kóng Píp­in
og Ólöfu dótt­ur hans.

Stíg­um fast­ar á fjöl
spör­um ei vorn skó.
Guð mun ráða
hvar við döns­um næstu jól.

Mán­in hátt á himni skín,
hrím­föl­ur og grár.
Líf og tími líð­ur,
og lið­ið er nú ár.

Bregð­um blys­um á loft
bleika lýs­um grund.
Glott­ir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.


Álfareið­in

Stóð ég úti í tungs­ljósi, stóð ég út við skóg,
stór­ir komu skar­ar, af álf­um var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt,
:,:og bjöll­urn­ar gullu á heið­skírri nótt:,:

Hleyptu þeir á fann­hvít­um hest­um yfir grund,
horn­in jóa gull­roðnu blika við lund,
eins og þeg­ar álft­ir af ísa grárri spöng
:,:fljúga suð­ur heiði með fjaðra­þyt og söng:,:

Heils­aði hún mér drottn­ing­in
og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hest­in­um á skeið.
Var það út af ást­inni ungu, sem ég ber?
:,:Eða var það feigð­in, sem kall­aði að mér?:,:


Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00