Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. janúar 2020

Á nýju ári verð­ur tek­ið upp á þeirri nýbreytni í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar að opna dyrn­ar upp á gátt – án þjón­ustu – kl. 9:00 á morgn­ana, virka daga.

Hefð­bund­inn af­greiðslu­tími með þjón­ustu er svo frá kl. 12:00 – 18:00 mánu­daga og þriðju­daga, kl. 10:00 – 18:00 mið­viku­daga, kl. 12:00 – 18:00 fimmtu­daga og föstu­daga og kl. 12:00 – 16:00 á laug­ar­dög­um allt árið.

Nú þeg­ar nýta marg­ir náms­menn sér að­stöðu safns­ins til lestr­ar á morgn­ana. Með rýmri opn­un geta árrisul­ir gest­ir kíkt í bæk­ur, tímarit og dag­blöð, feng­ið sér kaffi­bolla, kom­ist í tölv­ur, tek­ið að láni bæk­ur í sjálfsaf­greiðslu og skilað. Í safn­inu er ein sjálfsaf­greiðslu­vél og einn­ig leit­ar­tölva þar sem gest­ir geta flett upp safn­kosti.

Á morgn­ana er oft líf og fjör í safn­inu, þó svo ekki sé boð­ið upp á hefð­bundna af­greiðslu. Leik- og grunn­skóla­hóp­ar koma í heim­sókn, les­hóp­ur eldri borg­ara hitt­ist, og fleira mætti nefna. Með því að opna dyrn­ar kl. 9:00 er kom­ið til móts við þá safngesti sem kjósa að sinna er­ind­um fyr­ir há­degi, eða eru í vinnu eft­ir há­degi – eða bara þá sem eru á ferð­inni í Kjarna af ein­hverj­um ástæð­um.

Fyr­ir­komulag af þessu tagi, opn­un án þjón­ustu, þekk­ist víða ann­ars stað­ar á Norð­ur­lönd­um og eins hef­ur það reynst vel í Bóka­safni Kópa­vogs og Amts­bóka­safn­inu á Ak­ur­eyri.

Ver­ið vel­komin í Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar!

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00