Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, er íþróttakona Mosfellsbæjar og Ingvar Ómarsson, fjallahjólreiðamaður, er íþróttakarl Mosfellsbæjar.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi að viðstöddum nærri fjögurhundruð gestum.
Íþróttakona Mosfellsbæjar 2019 var kjörin Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2019 var kjörin Ingvar Ómarsson, fjallahjólreiðamaður.
Mosfellsbær óskar þeim til hamingju með kjörið.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Helenu Sveinbjörnsdóttur, mömmu Ernu Sóleyjar, og Ingvar auk Bjarka Bjarnasonar, forseta bæjarstjórnar, Ásgeir Sveinsson, formann bæjarráðs, og Sturlu S. Erlendsson, formann íþrótta- og tómstundanefndar.
Tengt efni
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 9. janúar
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að kjósa til og með 12. desember
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.