Vegna slæmrar veðurspár á morgun, þriðjudag 7. janúar, eru íbúar beðnir um að setja jólatré ekki út fyrir lóðarmörk til hirðingar fyrr en veður hefur gengið yfir.
Slæm veðurspá seinkar hirðingu jólatrjáa
Vegna slæmrar veðurspár á morgun, þriðjudag 7. janúar, þar sem gert er ráð fyrir miklum vindi á höfuðborgarsvæðinu seinni hluta dags og frameftir nóttu, eru íbúar beðnir um að setja jólatré ekki út fyrir lóðarmörk til hirðingar fyrr en veður hefur gengið yfir. Annars má búast við að jólatré geti fokið út um allt og valdið skemmdum. Starfsfólk Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu hirða þau tré sem þegar eru komin út fyrir lóðarmörk eftir bestu getu. Hirðing jólatrjáa mun fara á fullt skrið strax á miðvikudeginum 8. janúar þegar veður á að hafa batnað.
Afturelding hirðir jólatré til 12. janúar
Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina dagana 6.-12. janúar. Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá mánudeginum 6. janúar til sunnudagsins 12. janúar.
Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir.