Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. janúar 2020

Hilm­ar Elís­son hef­ur ver­ið út­nefnd­ur Mos­fell­ing­ur árs­ins 2019 en hann bjarg­aði sund­laug­ar­gesti frá drukkn­un í Lága­fells­laug.

Hilm­ar er með­lim­ur í karla­þreki Wor­ld Class og er fasta­gest­ur í Lága­fells­laug. Hilm­ar var að synda í laug­inni að lok­inni æf­ingu þann 28. janú­ar 2019 þeg­ar hann kem­ur auga á mann á botn­in­um og sá strax að ekki var allt með felldu.

„Ég kaf­aði eft­ir mann­in­um, það tókst ekki í fyrstu til­raun en í ann­arri til­raun náði ég til hans. Ég kall­aði svo á hjálp við að koma mann­in­um upp á bakk­ann,“ seg­ir Hilm­ar sem var svo sann­ar­lega rétt­ur mað­ur á rétt­um stað.

„Það var heppi­legt að á staðn­um var mað­ur sem starfað hef­ur sem slökkvi­liðs­mað­ur í fjölda­mörg ár og kunni vel til verka í svona að­stæð­um. Okk­ur tókst að koma mann­in­um upp á bakk­ann og þá hóf­ust strax lífg­un­ar­tilraun­ir. Það leið alla­vega mín­úta þar til hann fór að sýna smá lífs­mark. Sjúkra­flutn­inga­menn­irn­ir voru fljót­ir á stað­inn enda gott að vita af þeim í ná­grenn­inu,“ seg­ir Hilm­ar en ný­lega opn­aði slökkvistöð við Skar­hóla­braut, steinsnar frá Lága­fells­laug.

Hilm­ar Gunn­ars­son, rit­stjóri Mos­fell­ings, af­hend­ir Hilmari Elís­syni við­ur­kenn­ing­una.

Hilm­ar seg­ir við­brögð­in hafa ver­ið ósjálfráð og sjokk­ið hafi kom­ið eft­ir á. „Þetta er ekki skemmti­leg upp­lif­un en það var gott að allt fór vel en all­ir að­il­ar sem komu að þessu, starfs­menn og að­r­ir, stóðu sig með prýði. Ég var bara einn hlekk­ur í keðju sem vann gott verk.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00