Bæjarstjórn ákvað á síðasta ári að leggja til að umhverfissviðs Mosfellsbæjar yrði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar þeim tengdum þeim.
Enn fremur var samþykkt að framkvæma reglulegar loftgæðamælingar. Í heild voru til skoðunar 25.800 fermetrar í 10 mannvirkjum og reyndist húsnæðið í það heila tekið í góðu ásigkomulagi samkvæmt skýrslum úttektaraðila en eins og alltaf þá eru til staðar úrbótatækifæri.
Samantektir umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og úttektarskýrslurnar sjálfar voru lagðar fram til kynningar í bæjarráði og í fræðslunefnd ásamt áætlunum um úrbætur sem byggja á greiningu og tillögum ráðgjafa Mosfellsbæjar um forgangsröðun úrbóta.
Úrbótatækifæri í skólahúsnæði Mosfellsbæjar tengjast annars vegar skilum á sambyggðum mannvirkjum þar sem ólíkir byggingaráfangar mætast og hins vegar í votrýmum eins og búningsklefum og eldhúsum. Þá má bæta loftun og auka þrif á nokkrum stöðum sem er þáttur sem skilgreina má sem úrbótatækifæri við rekstur húsnæðisins.