Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. september 2020

Bæj­ar­stjórn ákvað á síð­asta ári að leggja til að um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar yrði fal­ið að láta fram­kvæma skoð­un á öllu skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar með til­liti til raka­skemmda og hugs­an­legs ör­veru­vaxt­ar þeim tengd­um þeim.

Enn frem­ur var sam­þykkt að fram­kvæma reglu­leg­ar loft­gæða­mæl­ing­ar. Í heild voru til skoð­un­ar 25.800 fer­metr­ar í 10 mann­virkj­um og reynd­ist hús­næð­ið í það heila tek­ið í góðu ásig­komu­lagi sam­kvæmt skýrsl­um út­tektarað­ila en eins og alltaf þá eru til stað­ar úr­bóta­tæki­færi.

Sam­an­tekt­ir um­hverf­is­sviðs vegna skimun­ar Or­bicon og Eflu á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar og út­tekt­ar­skýrsl­urn­ar sjálf­ar voru lagð­ar fram til kynn­ing­ar í bæj­ar­ráði og í fræðslu­nefnd ásamt áætl­un­um um úr­bæt­ur sem byggja á grein­ingu og til­lög­um ráð­gjafa Mos­fells­bæj­ar um for­gangs­röðun úr­bóta.

Úr­bóta­tæki­færi í skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar tengjast ann­ars veg­ar skil­um á sam­byggð­um mann­virkj­um þar sem ólík­ir bygg­ingaráfang­ar mæt­ast og hins veg­ar í vot­rým­um eins og bún­ings­klef­um og eld­hús­um. Þá má bæta loft­un og auka þrif á nokkr­um stöð­um sem er þátt­ur sem skil­greina má sem úr­bóta­tæki­færi við rekst­ur hús­næð­is­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00