Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að aug­lýsa tvær breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, skv 1. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr 123/2010 og tvær breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.

Mið­svæði 116-M – að­al­skipu­lags­breyt­ing
Breyt­ing­in fel­ur í sér fjölg­un leyfi­legra íbúða á mið­bæj­ar­svæði 116-M, úr 386 í 750, gerð með upp­færslu á töflu um íbúð­ar­byggð í grein­ar­gerð­ar gild­andi að­al­skipu­lags. Í stað hefð­bund­inna íbúða koma þjón­ustu­íbúð­ir tengd­ar dval­ar­heim­ili Eir­ar að Hlað­hömr­um. Til­lag­an er fram­sett sem breyt­ing á töflu.

Mið­svæði 401-M – að­al­skipu­lags­breyt­ing
Breyt­ing­in fel­ur í sér upp­færslu á töfl­um á bls. 31 og 40 í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Upp­færð­ar eru fjölda­töl­ur eigna á bls. 31, bætt er við línu fyr­ir 401-M og heild­ar­fjöldi skil­greind­ur sem 33 inn­an svæð­is. Einn­ig eru lýs­ing og skipu­lags­ákvæði svæð­is á bls. 40 upp­færð. Upp­lýs­ing­um um íbúð­ir er bætt við skipu­lags­ákvæði.

Bjark­ar­holt 1, 2 og 3 – deili­skipu­lags­breyt­ing
Breyt­ing verð­ur á lóð­um og lóða­mörk­um, ann­ar­s­veg­ar lóð fyr­ir íbúða­bygg­ing­ar og svo lóð fyr­ir mið­bæj­ar­garð og veit­ing­ar­skála. Í stað 44 hefð­bund­inna íbúða koma 150 minni þjón­ustu­íbúð­ir fyr­ir aldr­aða. Meg­in þorri bíla­stæða verða í bíla­kjall­ara, en 32 stæði verða á lóð. Gerð­ar eru breyt­ing­ar á legu og stærð mið­bæj­argarðs.

Sunnukriki 3, 5 og 7 – deili­skipu­lags­breyt­ing
Ver­ið er að gera breyt­ing­ar á töflu í grein­ar­gerð gild­andi skipu­lags. Þar sem fjöldi eigna og hlut­fall fjöl­býl­is í kafla 3.1 breyt­ist úr 83 íbúð­um á 5 lóð­um í 116 íbúð­ir á 8 lóð­um. Einn­ig eru breyt­ing­ar á skil­mál­um lóða í kafla 4.2.

At­huga­semda­frest­ur of­an­greindra skipu­lags­mála er frá 12. maí til og með 27. júní 2022

Gögn eru að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar og á upp­lýs­inga­torgi, 1. hæð. Þver­holti 2, svo þau sem vilja geti kynnt sér til­lög­ur og gert við þær at­huga­semd­ir. Einn­ig eru að­al­skipu­lagsu­til­lög­ur til sýn­is hjá Skipu­lags­stofn­un, Borg­ar­túni 7b, Reykja­vík. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar ásamt helstu upp­lýs­ing­um og kenni­tölu send­anda. Senda skal þær skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holt 2, 270 Mos­fells­bæ eða í tölvu­pósti á skipu­lag [hja]mos.is.

12. maí 2022
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
Krist­inn Páls­son

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00