Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 25.06.2025 að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu íþróttasvæðið að Varmá og Varmárvelli í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér tilfærslu og hönnun nýs gervigrasvallar auk girðinga, lýsingar, ljósamastra og markatöflu. Samhliða hliðrun vallar eru gerðar breytingar á byggingarreit stúku sem færist samsíða til suðausturs. Innfærðar eru áætlanir um nýtt tartan frjálsíþróttasvæði og hlaupabraut. Byggingarheimildir þjónustubyggingar eru einnig hækkaðar upp í 1.800 m2.
Gefinn er kostur á að skila inn skriflegum athugasemdum, umsögnum og ábendingum í Skipulagsgátt til og með 8. ágúst 2025.