Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 25.06.2025 að kynna og auglýsa tillögu nýju skipulagi í Fellshlíð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér byggingarheimildir fyrir tvö aukahús á lóð auk vinnustofu/bílgeymslu á þremur byggingarreitum. Innfærð er grenndarkynnt stækkun á núverandi íbúðarhúsi. Viðbættar byggingarheimildir nema samanlagt 217 m2.
Gefinn er kostur á að skila inn skriflegum athugasemdum, umsögnum og ábendingum í Skipulagsgátt til og með 8. ágúst 2025.