Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu: Deiliskipulagsbreyting fyrir Langatanga 11-13 á Hamraborgarreit.
Markmið tillögunnar er að aðlaga byggingaráform betur aðstæðum lands og lóðar. Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð hluta bygginga lækkuð, skilmálar settir um stiga- og lyftukjarna auk nýrra ákvæða um hönnun og uppbrot húsa. Íbúðum fjölgar um 16 íbúðir, byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir auknar í bílakjallara. Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir. Breytingin er framsett á uppdráttum með greinargerð.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar.