Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júní 2024

Mos­fells­bær aug­lýs­ir nú skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, eft­ir­far­andi til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu: Deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Langa­tanga 11-13 á Hamra­borg­ar­reit.

Markmið til­lög­unn­ar er að að­laga bygg­ingaráform bet­ur að­stæð­um lands og lóð­ar. Í stað tveggja fjöl­býla er bygg­ing­ar­kropp­um skipt upp í þrennt, þeir færð­ir fjær byggð við Hamra­borg, hæð hluta bygg­inga lækk­uð, skil­mál­ar sett­ir um stiga- og lyft­ukjarna auk nýrra ákvæða um hönn­un og upp­brot húsa. Íbúð­um fjölg­ar um 16 íbúð­ir, bygg­ing­armagn of­anjarð­ar er minnkað og heim­ild­ir aukn­ar í bíla­kjall­ara. Teng­ing lóð­ar við Langa­tanga end­ur­skoð­uð, inn­keyrsla bíla­kjall­ara færð og skil­mál­ar fyr­ir bíla­stæði upp­færð­ir. Breyt­ing­in er fram­sett á upp­drátt­um með grein­ar­gerð.

Jafn­framt er hægt að kynna sér til­lög­una og koma með um­sögn á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00