Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. september 2024

Bæj­ar­yf­ir­völd ákváðu í kjöl­far bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í Tún­inu heima að boða til op­ins fund­ar með for­eldr­um og for­sjár­að­il­um eldri bekk­inga í grunn­skól­um bæj­ar­ins und­ir yf­ir­skrift­inni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Það er hefð fyr­ir því að fræðslu- og frí­stunda­svið boði til funda með for­eldr­um efri bekk­inga á haust­in en síð­ustu ár hafa fund­irn­ir far­ið fram í fjar­funda­bún­aði. Vegna um­ræð­unn­ar í sam­fé­lag­inu og þeirr­ar stöðu sem kom upp í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina var ákveð­ið að hafa stað­fund í Hlé­garði. Mæt­ing­in var langt fram úr öll­um vænt­ing­um en hús­fyll­ir varð og þurfti að bæta við um 150 stól­um til að koma öll­um fyr­ir í rým­inu.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri stýrði fund­in­um og fór yfir þá þjón­ustu sem bær­inn veit­ir börn­um og barna­fjöl­skyld­um auk þess að fara yfir aukn­ingu í mál­um sem tengjast börn­um og ung­menn­um. Vegna aukn­ing­ar í barna­vernd­ar­til­kynn­ing­um hef­ur bæj­ar­stjórn óskað eft­ir til­lög­um að að­gerð­um í tengsl­um við fjár­hags­áætl­un­ar­gerð næsta árs.

Kári Sig­urðs­son í fær­an­legu fé­lags­mið­stöð­inni Flot­an­um, Elísa­bet Ósk Maríus­dótt­ir og Al­ex­and­er Sig­urðs­son frá Sam­fé­lagslög­regl­unni og Guð­rún Helga­dótt­ir frá fé­lags­mið­stöð­inni Ból­inu fluttu mjög hnit­mið­uð og góð er­indi með sterk­um skila­boð­um til for­eldra.

Í lokin voru upp­byggi­leg­ar og góð­ar um­ræð­ur und­ir stjórn Ólafíu Dagg­ar Ás­geirs­dótt­ur og gátu fund­ar­gest­ir með gagn­virk­um hætti kom­ið sín­um skoð­un­um á fram­færi. For­eldr­ar komu með 283 hug­mynd­ir og hug­leið­ing­ar und­ir spurn­ing­unni „Hvað get­um við sem for­eldr­ar gert til að styðja við vellíð­an og ör­yggi barn­anna í sam­fé­lag­inu okk­ar“ og 244 hug­mynd­ir komu til Mos­fells­bæj­ar um það „Hvern­ig Mos­fells­bær get­ur stutt við for­eldra“.

Mos­fells­bær mun nýta þessa góðu punkta til að vinna að að­gerða­áætlun og for­gangsr­aða verk­efn­um inn í fjár­hags­áætlun árs­ins 2025.

Orða­ský 1: Hvað get­um við sem for­eldr­ar gert til að styðja við vellíð­an og ör­yggi barn­anna okk­ar?
Orða­ský 2: Hvern­ig Mos­fells­bær get­ur stutt við for­eldra?

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00