Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. október 2024

Mos­fells­bær tók þátt í Íþrótta­viku Evr­ópu í síð­ustu viku með fjölda við­burða sem voru vel sótt­ir. Sér­stök áhersla var á nátt­úruí­þrótt­ir og end­ur­spegl­að­ist það í við­burð­um og kynn­ing­um vik­unn­ar, má þar nefna þrauta­hlaup, ut­an­veg­ar­hlaup, fjalla­hjóla­ferð, stand­bretti og fris­bí­golf.

Einn­ig voru hald­in nám­skeið í að detta rétt og styrktaræf­ing­ar með teygj­ur fyr­ir eldri borg­ara. Fyr­ir yngri kyn­slóð­ina og for­ráða­menn þeirra var boð­ið upp á kraft­mikla fyr­ir­lestra um nær­ingu án öfga og hug­ar­þjálf­un. Sömu­leið­is voru ný borð­spil kynnt og á næstu dög­um munu eldri borg­ar­ar mæta fram­halds­skóla­nem­um í skák­ein­vígi.

Dagskrá Mos­fells­bæj­ar var unn­in í sam­starfi við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ, Aft­ur­eld­ingu, Fé­lag eldri borg­ara í Mos­fells­bæ, Fris­bí­golf­sam­band Ís­lands og GG sport. Fyr­ir­les­ar­ar og leið­bein­end­ur voru: Anna Soffía Vík­ings­dótt­ir, Halldór Víg­lunds­son, Run­ólf­ur Helgi Jónasson, Geir Gunn­ar Markús­son og Grím­ur Gunn­ars­son.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00