Mosfellsbær tók þátt í Íþróttaviku Evrópu í síðustu viku með fjölda viðburða sem voru vel sóttir. Sérstök áhersla var á náttúruíþróttir og endurspeglaðist það í viðburðum og kynningum vikunnar, má þar nefna þrautahlaup, utanvegarhlaup, fjallahjólaferð, standbretti og frisbígolf.
Einnig voru haldin námskeið í að detta rétt og styrktaræfingar með teygjur fyrir eldri borgara. Fyrir yngri kynslóðina og forráðamenn þeirra var boðið upp á kraftmikla fyrirlestra um næringu án öfga og hugarþjálfun. Sömuleiðis voru ný borðspil kynnt og á næstu dögum munu eldri borgarar mæta framhaldsskólanemum í skákeinvígi.
Dagskrá Mosfellsbæjar var unnin í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, Aftureldingu, Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Frisbígolfsamband Íslands og GG sport. Fyrirlesarar og leiðbeinendur voru: Anna Soffía Víkingsdóttir, Halldór Víglundsson, Runólfur Helgi Jónasson, Geir Gunnar Markússon og Grímur Gunnarsson.