Vetrarhátíð var haldin dagana 7. – 9. febrúar á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af einkennum hátíðarinnar eru ljóslistaverk sem lýsa upp skammdegið og létta lund.
Í ár var Helgafellið nýtt sem strigi fyrir ljóslistina í Mosfellsbæ. Hönnun verksins var í höndum Arnar Ingólfssonar, ljósameistara HljóðX, og sá Hákon Hákonarson um að forrita lýsinguna.
Margir bæjarbúar gerðu sér leið að Helgafelli til að njóta stórbrotins listaverksins, en verkið sást jafnframt víða úr bænum.
Mosfellsbær hefur áður lýst Álafoss fjólubláan á Vetrarhátíð 2021 og 2023.
Loftmyndir: Raggi Óla
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.