Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. febrúar 2025

Vetr­ar­há­tíð var hald­in dag­ana 7. – 9. fe­brú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Eitt af ein­kenn­um há­tíð­ar­inn­ar eru ljós­lista­verk sem lýsa upp skamm­deg­ið og létta lund.

Í ár var Helga­fell­ið nýtt sem strigi fyr­ir ljós­list­ina í Mos­fells­bæ. Hönn­un verks­ins var í hönd­um Arn­ar Ing­ólfs­son­ar, ljósa­meist­ara HljóðX, og sá Há­kon Há­kon­ar­son um að for­rita lýs­ing­una.

Marg­ir bæj­ar­bú­ar gerðu sér leið að Helga­felli til að njóta stór­brot­ins lista­verks­ins, en verk­ið sást jafn­framt víða úr bæn­um.

Mos­fells­bær hef­ur áður lýst Ála­foss fjólu­blá­an á Vetr­ar­há­tíð 2021 og 2023.

Loft­mynd­ir: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00