Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Samn­ing­arn­ir gilda frá ár­inu 2025 til loka árs­ins 2027.

Mos­fells­bær og sex íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög hafa end­ur­nýjað sam­starfs­samn­inga fyr­ir tíma­bil­ið 2025 til 2027.

Samn­ing­arn­ir byggja á fyrri samn­ing­um, áhersl­um íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og sam­töl­um starfs­manna menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs við for­ystu fé­lag­anna. Sér­stök áhersla er nú lögð á að stuðla að auknu fram­boði íþrótta og tóm­stunda fyr­ir börn með sér­tæk­ar þarf­ir og börn með fjöl­breytt­an tungu­mála- og menn­ing­ar­bak­grunn.

Um er að ræða eft­ir­far­andi fé­lög:

  • Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð
  • Björg­un­ar­sveit­ina Kynd­il
  • Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ingu
  • Skáta­fé­lag­ið Mosverja
  • Motocross­fé­lag Mos­fells­bæj­ar
  • Kraft­lyft­inga­fé­lag Mos­fells­bæj­ar

Auk of­an­greindra fé­laga er í gildi sam­starfs­samn­ing­ur við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar sem gild­ir út árið 2027.

Að lok­inni und­ir­rit­un samn­ing­anna var hald­in vinnu­stofu þar sem að of­an­greind fé­lög auk Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar hófu und­ir­bún­ing þess að koma á lagg­irn­ar sam­starfs­vett­vangi íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í Mos­fells­bæ.

Und­ir­rit­un samn­ing­anna fór fram í Íþróttamið­stöð­inni Kletti fimmtu­dag­inn 27. fe­brú­ar síð­ast lið­inn og fór vinnufund­ur­inn vegna mót­un­ar sam­starfs­vett­vangs íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga fram strax í kjöl­far und­ir­rit­un­ar­inn­ar. Meg­in til­gang­ur þess vett­vangs verð­ur að styðja við og efla sam­st­arf milli fé­lag­anna og styrkja þann­ig tóm­stunda – og íþrótt­ast­arf í Mos­fells­bæ.

Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, þakk­aði öll­um sem komu að samn­inga­gerð­inni fyr­ir sitt fram­lag og fé­lög­un­um fyr­ir frá­bært starf í þágu barna og ung­menna í Mos­fells­bæ. Hún lýsti jafn­framt yfir mik­illi ánægju með vinnu við mót­un sam­starfs­vett­vangs­ins. „Þið vinn­ið frá­bært starf alla daga, ég veit það, en ég er sann­færð um að þið eig­ið eft­ir að vinna enn öfl­ugra starf sam­an.“

Margt áhuga­vert var rætt á fund­in­um, með­al ann­ars hvern­ig fé­lög­in gætu unn­ið sam­an að kynn­ing­ar­mál­um og hvern­ig þau gætu sam­an hjálp­að börn­um og ung­ling­um að finna íþrótt­ir og tóm­stund­ir við sitt hæfi.


Efri mynd: Raggi Óla

Neðri mynd: Guð­jón Svans­son

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00