Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. apríl samkomulag við Golfklúbb Mosfellsbæjar um að vísa ósk félagsins um stækkun golfvallarins og gerð deiliskipulags til skipulagsnefndar. Þá var samþykkt að hefja strax vinnu við fjórðu braut með það að markmiði að tryggja öryggi í nærliggjandi byggð.
Í fyrsta áfanga sem unninn verður í ár felst hönnun vegna stækkunar og snúnings vallarins og flutningur og stytting 4. brautar til að afstýra hættu sem stafar að aðliggjandi byggð auk hönnunarvinnu og samstarf Golfklúbbsins við Mosfellsbæ um gerð deiliskipulags vallarins.
Þá vísaði bæjarráð til úrvinnslu skipulagsnefndar skipulagsgerð Hlíðavallar og stækkunar vallarins um 6,4 hektar í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Heildarframlag Mosfellsbæjar við tilfærslu brauta og stækkun vallarins er áætlað 55 m.kr. á árunum 2024-2026, sem skiptist þannig að framlag ársins 2024 er samkvæmt fjárfestingaáætlun 18,3 m.kr. og samsvarandi fjárhæðir árin 2025 og 2026.
Fyrir lok júlí 2024 munu Mosfellsbær og Golfklúbbur Mosfellsbæjar vinna að samkomulagi um síðari áfanga verksins.
Tengt efni
Fundur bæjarstjórnar hefst kl. 14 miðvikudaginn 4. desember 2024
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Samráð við ungmennaráð í framhaldi af foreldrafundi í Hlégarði