Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri upplýsingaráðgjafar hjá Deloitte undirrituðu þann 18. apríl sl. samning milli Mosfellsbæjar og Deloitte um úttekt á upplýsingatækiþjónustu og kerfis- og tækniumhverfi Mosfellsbæjar. Undirritunin var að sjálfsögðu rafræn. Í úttektinni verður lögð áhersla á þjónustustig, kostnað, öryggismál, persónuvernd og innkaup.
Endurskoðun á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar er talin nauðsynlegt skref í átt að nútímavæðingu þjónustunnar fyrir áframhaldandi stafræna vegferð og styður við þá áherslu Mosfellsbæjar að vera í fremstu röð í stafrænni þróun og nýtingu upplýsingatækni í þágu bæjarbúa og starfsfólks.
Ráðgjafateymi Deloitte hefur mikla reynslu í greiningum tæknilegra innviða, upplýsingatækni ráðgjöf, bestun kostnaðar, netöryggis- og persónuverndarmálum. Útkoman verður forgangsraðaður vegvísir að innleiðingu breytinga á verklagi og skipulagi upplýsingatæknimála.
Verkefnið er þegar hafið og mun Deloitte vinna það í góðu samstarfi við stofnanir og stjórnendur Mosfellsbæjar. Stefnt er að því að kynna afurðir úttektarinnar um miðjan júní næstkomandi.
Aftari röð á mynd:
Páll Ásgeir Torfason, leiðtogi málefna grunnskóla
Inga Dís Karlsdóttir, Verkefnastjóri hjá Deloitte
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Jón Valdimarsson, yfirverkefnastjóri hjá Deloitte
Alma Tryggvadóttir, yfirmaður netöryggisþjónustu hjá Deloitte
Hrafn Davíð Hrafnsson, sérfræðingur hjá Deloitte
Fremri röð á mynd:
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Sif Sturludóttir, leiðtogi upplýsingastjórnunar
Guðrún Ólafsdóttir, meðeigandi og sviðstjóri hjá Deloitte