Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. apríl 2024

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Guð­rún Ólafs­dótt­ir sviðs­stjóri upp­lýs­inga­ráð­gjaf­ar hjá Deloitte und­ir­rit­uðu þann 18. apríl sl. samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Deloitte um út­tekt á upp­lýs­inga­tæki­þjón­ustu og kerf­is- og tæknium­hverfi Mos­fells­bæj­ar. Und­ir­rit­un­in var að sjálf­sögðu ra­fræn. Í út­tekt­inni verð­ur lögð áhersla á þjón­ustust­ig, kostn­að, ör­ygg­is­mál, per­sónu­vernd og inn­kaup.

End­ur­skoð­un á upp­lýs­inga­tækni­mál­um Mos­fells­bæj­ar er talin nauð­syn­legt skref í átt að nú­tíma­væð­ingu þjón­ust­unn­ar fyr­ir áfram­hald­andi sta­f­ræna veg­ferð og styð­ur við þá áherslu Mos­fells­bæj­ar að vera í fremstu röð í sta­f­rænni þró­un og nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni í þágu bæj­ar­búa og starfs­fólks.

Ráð­gjafat­eymi Deloitte hef­ur mikla reynslu í grein­ing­um tækni­legra inn­viða, upp­lýs­inga­tækni ráð­gjöf, best­un kostn­að­ar, netör­ygg­is- og per­sónu­vernd­ar­mál­um. Út­kom­an verð­ur for­gangsrað­að­ur veg­vís­ir að inn­leið­ingu breyt­inga á verklagi og skipu­lagi upp­lýs­inga­tækni­mála.

Verk­efn­ið er þeg­ar haf­ið og mun Deloitte vinna það í góðu sam­starfi við stofn­an­ir og stjórn­end­ur Mos­fells­bæj­ar. Stefnt er að því að kynna af­urð­ir út­tekt­ar­inn­ar um miðj­an júní næst­kom­andi.


Aft­ari röð á mynd:
Páll Ás­geir Torfa­son, leið­togi mál­efna grunn­skóla
Inga Dís Karls­dótt­ir, Verk­efna­stjóri hjá Deloitte
Ólafía Dögg Ás­geirs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar
Jón Valdi­mars­son, yf­ir­verk­efna­stjóri hjá Deloitte
Alma Tryggva­dótt­ir, yf­ir­mað­ur netör­ygg­is­þjón­ustu hjá Deloitte
Hrafn Dav­íð Hrafns­son, sér­fræð­ing­ur hjá Deloitte

Fremri röð á mynd:
Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar
Sif Sturlu­dótt­ir, leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar
Guð­rún Ólafs­dótt­ir, með­eig­andi og svið­stjóri hjá Deloitte

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00