Tilboð voru opnuð á opnum fundi á bæjarskrifstofunum í Mosfellsbæ kl. 13:00 í dag 5. maí.
Alls bárust 98 umsóknir.
Í þessari úthlutun var óskað eftir tilboðum í byggingarrétt annars vegar fjögurra fjölbýla með 12 íbúðum hvert, alls 48 íbúðir, og hins vegar sjö raðhúsa, alls 24 íbúðir.
Bæjarráð fer með úthlutun lóða að lokinni yfirferð tilboða. Hverri lóð verður úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli tilboð viðkomandi aðila skilyrði úthlutunarskilmála þar á meðal um hæfi tilboðsgjafa.
Hér að neðan er listi yfir þau tilboð sem bárust.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið