Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­ráð hef­ur sam­þykkti að ráða Vikt­oríu Unni Vikt­ors­dótt­ur í starf skóla­stjóri við Krika­skóla frá og með 1. júní 2023.

Starf­ið var aug­lýst 19. mars með um­sókn­ar­frest til 27. mars 2023. Alls sóttu 11 ein­stak­ling­ar um starf­ið, fjór­ir um­sækj­end­ur upp­fylltu ekki hæfnis­kröf­ur og einn um­sækj­andi dró um­sókn sína til baka á með­an á ferl­inu stóð.

Vikt­oría Unn­ur var met­in hæf­ust í starf­ið út frá þeim hæfniskil­yrð­um sem kraf­ist er í starf­ið. Hún er með B.Ed gráðu frá KHÍ, með áherslu á kennslu yngri barna, með Diplóma­nám á meist­ara­stigi í Já­kvæðri sál­fræði frá End­ur­mennt­un Há­skóla Ís­lands og er að ljúka meist­ara­gráðu í Stjórn­un og for­ystu í lær­dóms­sam­fé­lagi frá HA.

Vikt­oría Unn­ur hef­ur starf­að sem grunn­skóla­kenn­ari í Norð­linga­skóla og ver­ið verk­efna­stjóri og tengi­lið­ur við Há­skóla Ís­lands í sam­evr­ópsku verk­efni sem stuðl­ar að seiglu og þraut­seigju hjá nem­end­um. Þá hef­ur hún reynslu af starfi sem deild­ar­stjóri í leik­skóla.

Vikt­oría Unn­ur hef­ur starf­að að ýms­um fé­lags­mál­um er teng­ist skól­um s.s. ver­ið trún­að­ar­mað­ur kenn­ara í Norð­linga­skóla, set­ið í stjórn nem­enda­fé­lags Menntavís­inda­sviðs Há­skóla Ís­lands og fleira.

Við bjóð­um Vikt­oríu Unni vel­komna til starfa sem skóla­stóri Krika­skóla.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.

  • Hilm­ar Gunn­ars­son ráð­inn verk­efna­stjóri Hlé­garðs

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd lagði til við bæj­ar­ráð að Mos­fells­bær tæki al­far­ið yfir starf­semi Hlé­garðs frá og með 1. maí 2023.