Bæjarráð hefur samþykkti að ráða Viktoríu Unni Viktorsdóttur í starf skólastjóri við Krikaskóla frá og með 1. júní 2023.
Starfið var auglýst 19. mars með umsóknarfrest til 27. mars 2023. Alls sóttu 11 einstaklingar um starfið, fjórir umsækjendur uppfylltu ekki hæfniskröfur og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka á meðan á ferlinu stóð.
Viktoría Unnur var metin hæfust í starfið út frá þeim hæfniskilyrðum sem krafist er í starfið. Hún er með B.Ed gráðu frá KHÍ, með áherslu á kennslu yngri barna, með Diplómanám á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er að ljúka meistaragráðu í Stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi frá HA.
Viktoría Unnur hefur starfað sem grunnskólakennari í Norðlingaskóla og verið verkefnastjóri og tengiliður við Háskóla Íslands í samevrópsku verkefni sem stuðlar að seiglu og þrautseigju hjá nemendum. Þá hefur hún reynslu af starfi sem deildarstjóri í leikskóla.
Viktoría Unnur hefur starfað að ýmsum félagsmálum er tengist skólum s.s. verið trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla, setið í stjórn nemendafélags Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og fleira.
Við bjóðum Viktoríu Unni velkomna til starfa sem skólastóri Krikaskóla.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar
Á fundi bæjarráðs í dag þann 20. júlí var samþykkt ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar fimm nýrra stjórnenda á velferðarsviði, umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði.
Hilmar Gunnarsson ráðinn verkefnastjóri Hlégarðs
Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.