Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. maí 2023

Þá er komin tíma­setn­ing á dreif­ingu á nýj­um tunn­un­um und­ir mat­ar­leif­ar í hvert hverfi hjá okk­ur í Mos­fells­bæn­um.

Öll heim­ili fá plast­körfu og bréf­poka til að safna mat­ar­leif­um inn­an húss og verð­ur það af­hent með tunn­unni.

Sér­býlin fá eina tví­skipta gráa 240 lítra tunnu merkta mat­ar­leif­um og blönd­uð­um úr­gangi, gamla gráa tunn­an verð­ur end­ur­merkt fyr­ir plast­umbúð­ir og blá tunn­an fær einn­ig nýj­an miða fyr­ir papp­ír/pappa.

Fjöl­býlin fá brúna 140 lítra tunnu merkta mat­ar­leif­um. Tunn­ur verða end­ur­merkt­ar sömu­leið­is með nýju mið­un­um en heild­ar lítra­fjöldi tunna verð­ur ekki aukin nema í ein­staka til­fell­um. Fjöl­býli með djúp­gáma fá sömu leið­is brúnu tunn­urn­ar að minnsta kosti til að byrja með.

Með­fylgj­andi kort sýn­ir dreif­ingaráætlun fyr­ir tunn­urn­ar hér í Mos­fells­bæ:

  • Vika 21 (21. maí – 27. maí) merkt með gulu á korti – Tún, Hlíð­ar og Höfð­ar
  • Vika 22 (28. maí – 03. júní) merkt með grænu á korti – Tang­ar
  • Vika 23 (04. júní – 10. júní) merkt með rauðu á korti – Holt og Arn­ar­tangi
  • Vika 24 (11. júní – 17. júní) merkt með bláu á korti – Krik­ar, Teig­ar og Lönd
  • Vika 25 (18. júní – 24. júní) merkt með bleiku á korti – Leir­vogstungu­hverfi og dreif­býli
  • Vika 26 (25. júní – 01. júlí) merkt með svörtu á korti – Helga­fells­hverfi og Reykja­hverfi

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00