Þá er komin tímasetning á dreifingu á nýjum tunnunum undir matarleifar í hvert hverfi hjá okkur í Mosfellsbænum.
Öll heimili fá plastkörfu og bréfpoka til að safna matarleifum innan húss og verður það afhent með tunnunni.
Sérbýlin fá eina tvískipta gráa 240 lítra tunnu merkta matarleifum og blönduðum úrgangi, gamla gráa tunnan verður endurmerkt fyrir plastumbúðir og blá tunnan fær einnig nýjan miða fyrir pappír/pappa.
Fjölbýlin fá brúna 140 lítra tunnu merkta matarleifum. Tunnur verða endurmerktar sömuleiðis með nýju miðunum en heildar lítrafjöldi tunna verður ekki aukin nema í einstaka tilfellum. Fjölbýli með djúpgáma fá sömu leiðis brúnu tunnurnar að minnsta kosti til að byrja með.
Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun fyrir tunnurnar hér í Mosfellsbæ:
- Vika 21 (21. maí – 27. maí) merkt með gulu á korti – Tún, Hlíðar og Höfðar
- Vika 22 (28. maí – 03. júní) merkt með grænu á korti – Tangar
- Vika 23 (04. júní – 10. júní) merkt með rauðu á korti – Holt og Arnartangi
- Vika 24 (11. júní – 17. júní) merkt með bláu á korti – Krikar, Teigar og Lönd
- Vika 25 (18. júní – 24. júní) merkt með bleiku á korti – Leirvogstunguhverfi og dreifbýli
- Vika 26 (25. júní – 01. júlí) merkt með svörtu á korti – Helgafellshverfi og Reykjahverfi
Tengt efni
Sorphirða yfir jól og áramót 2024
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.