Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2023

Nú geta íbú­ar í fá­menn­ari sér­býl­um, þar sem einn eða tveir búa, sótt um að fá tví­skipta tunnu fyr­ir papp­ír/pappa og plast­umbúð­ir í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Um­sókn­ir þurfa að hafa borist fyr­ir 18. októ­ber og verð­ur tunn­um dreift 23. – 31. októ­ber n.k. sam­hliða tæm­ingu end­ur­vinnslut­unna.

Þeg­ar sótt er um tunn­una þurfa íbú­ar að sam­þykkja skil­mála sem tengjast um­gengni og los­un á tunn­unni.

Við inn­leið­ingu á nýju flokk­un­ar­kerfi fyr­ir heim­il­iss­orp er nú flokkað í fjóra flokka sem hirt­ir eru við heim­ili; papp­ír/pappa, plast­umbúð­ir, mat­ar­leif­ar og bland­að­an úr­g­ang.

Tví­skipta tunnu fyr­ir papp­ír/pappa og plast­umbúð­ir kem­ur í stað nú­ver­andi tveggja íláta. Tví­skipt tunna er 240 lítr­ar þar sem papp­ír/pappi fer í stærra hólfið og plast­umbúð­ir í það minna.

Áður en óskað er eft­ir tví­skiptri tunnu þurfa íbú­ar að meta hvort magn papp­írs/pappa og plast­umbúða kom­ist fyr­ir í tví­skiptri tunnu þar sem plast­ið fer í minna hólfið og papp­ír í það stærra. Ekki má þjappa efn­un­um í hólfin því þá stíflast þau, ef það ger­ist er ekki hægt að tæma tunn­una og verð­ur henni þá skilað ótæmdri við hús­ið.

Fyr­ir­spurn­ir tengd­ar breyt­ing­um á sorpílát­um ber­ist í gegn­um ábend­ing­ar­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00