Í dag, fimmtudaginn 28. september, undirritaði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri samning til tveggja ára við markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Stofan er markaðs- og áfangastaðastofa fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu í heild og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna, stjórnvalda og atvinnugreinarinnar.
Meginhlutverkið er að styðja við ferðaþjónustu á svæðinu og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Markaðsstofan leggur sérstaka áherslu á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur.
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, sem var stofnuð fyrr á þessu ári, mun vera með aðsetur hjá hverju sveitarfélagi á svæðinu í viku í senn á haustmánuðum. Þessa vikuna var hún staðsett á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar og notaði vikuna til að kynnast starfseminni og funda með nokkrum fyrirtækjum og stofnunum í bænum til að ræða tækifærin og framtíðina, auk þess sem hún kynnti Markaðsstofuna á fundi bæjarráðs.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði