Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2023

Í dag, fimmtu­dag­inn 28. sept­em­ber, und­ir­rit­aði Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri samn­ing til tveggja ára við mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Stof­an er mark­aðs- og áfanga­staða­stofa fyr­ir ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heild  og sam­starfs­vett­vang­ur sveit­ar­fé­lag­anna, stjórn­valda og at­vinnu­grein­ar­inn­ar.

Meg­in­hlut­verk­ið er að styðja við ferða­þjón­ustu á svæð­inu og tryggja að hún þró­ist í takt við vilja heima­manna þar sem sjálf­bærni er höfð að leið­ar­ljósi. Mark­aðs­stof­an legg­ur sér­staka áherslu á að efla at­vinnu­starf­semi og auka gjald­eyris­tekj­ur.

Inga Hlín Páls­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stof­unn­ar, sem var stofn­uð fyrr á þessu ári, mun vera með að­set­ur hjá hverju sveit­ar­fé­lagi á svæð­inu í viku í senn á haust­mán­uð­um. Þessa vik­una var hún stað­sett á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar og not­aði vik­una til að kynn­ast starf­sem­inni og funda með nokkr­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í bæn­um til að ræða tæki­færin og fram­tíð­ina, auk þess sem hún kynnti Mark­aðs­stof­una á fundi bæj­ar­ráðs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00