Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2023

Skrif­að var und­ir við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið í dag.

Nýtt úr­gangs­flokk­un­ar­kerfi hef­ur nú ver­ið til reynslu síð­ast­liðna 4 mán­uði og hef­ur ár­ang­ur­inn ver­ið fram­ar von­um sem skil­ar sér í hreinni úr­gangs­straum­um til Sorpu og skil­virk­ari end­ur­vinnslu.

Ákveð­ið var á fundi bæj­ar­stjórn­ar 27. sept­em­ber að sam­þykkja við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu með auk­inni tíðni sorp­hirðu frá og með 1. októ­ber næst­kom­andi. Jafn­framt var sam­ið um að fá­menn sér­býli gætu sótt um tví­skipta tunnu fyr­ir papp­ír/pappa og plast­umbúð­ir.

Papp­ír/pappi og plast­umbúð­ir verða nú hirt á 21 daga fresti auk þess sem mat­ar­leif­ar og bland­að­ur úr­gang­ur verð­ur hirt­ur á 14 daga fresti.

Íbú­ar geta einn­ig kom­ið og beð­ið um út­prent­un á sorp­hirðu­da­gatal á bæj­ar­skrif­stof­um og á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Mark­mið­ið með auk­inni flokk­un er að minnka það magn sem er urð­að er í Álfs­nesi. Þátttaka íbúa skipt­ir öllu máli til þess að ná ár­angri við aukna end­ur­vinnslu og minnk­un urð­un­ar.

Við vilj­um þakka íbú­um fyr­ir já­kvæð við­brögð við flokk­un á heim­il­iss­orpi bæði í tunn­urn­ar fjór­ar fyr­ir papp­ír/pappa, plast­umbúð­ir, mat­ar­leif­ar og bland­að­an úr­g­ang, en einn­ig fyr­ir flokk­un á málmi, gleri og tex­tíl sem skilað er á grennd­ar­stöðv­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00