Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Steinar kom í heimsókn á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í dag til að taka á móti páskaglaðningi og mátaði sig í leiðinni í sæti bæjarstjóra.
Þau sem hafa áhuga á því að taka sér Steinar Þór til fyrirmyndar geta nálgast svokallaðar ruslatínur að láni á Bókasafni Mosfellsbæjar.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl næstkomandi og mun Mosfellsbær taka þátt í honum. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
Steinar Þór Björnsson og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Tengt efni
Jólatréð fyrir miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Drög að viðbót við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss
Stjórnunar- og verndaráætlun Varmárósa staðfest