Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. janúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stjórn­sýslukæra - Lóð­ar­út­hlut­un Skar­hóla­braut 3202212254

    Framkomin kæra vegna lóðaúthlutunar Skarhólabrautar 3 lögð fram til kynningar ásamt athugasemdum Mosfellsbæjar og úrskurði ráðuneytis vegna frestunar réttaráhrifa.

    Lagt fram.

    • 2. Skrá yfir störf sem und­an­þeg­in eru heim­ild til verk­falls201909226

      Óskað eftir heimild til að auglýsa skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2023.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi skrá yfir þau störf sem und­an­þeg­in eru verk­falli. Lög­manni Mos­fells­bæj­ar er fal­ið að aug­lýsa skrána í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.

      • 3. Staða Hamra og samn­ing­ar­við­ræð­ur202212354

        Erindi frá framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Hamra varðandi stöðu hjúkrunarheimilisins og samningaviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands.

        Lagt fram.

        • 4. Kvísl­ar­skóli - breyt­ing­ar 1. hæð202209001

          Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út innréttingar í norðurhluta 1. hæðar Kvíslarskóla.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út inn­rétt­ingu norð­ur­hluta 1. hæð­ar Kvísl­ar­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          Gestir
          • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
          • Lárus Elíasson, verkefnastjóri hjá Eignasjóði
          • 5. Fyr­ir­komulag snjómokst­urs í Mos­fells­bæ 2022-2023202301071

            Minnisblað umhverfissviðs um fyrirkomulag snjómokstur í Mosfellsbæ.

            Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Bjarni Ás­geirs­son, deild­ar­stjóri þjón­ustu­deild­ar, kynntu fyr­ir­komulag snjómokst­urs í Mos­fells­bæ. Bæj­ar­ráð vill koma á fram­færi þökk­um til verktaka, starfs­fólks þjónstu­stöðv­ar og ann­arra starfs­manna fyr­ir vel unn­in störf við krefj­andi að­stæð­ur.

            Gestir
            • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
            • Bjarni Ásgeirsson, deildarstjóri þjónustudeildar
          • 6. Götu­lýs­ing í Mos­fells­bæ202212276

            Upplýsingar um nauðsynlegar breytingar tengdar götulýsingu í Mosfellsbæ.

            Lagt fram.

            • 7. Tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi - Þorra­blót Aft­ur­eld­ing­ar 2023202301042

              Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts Aftureldingar.

              Ás­geir Sveins­son vík­ur sæti við um­ræðu og af­greiðslu máls­ins vegna van­hæf­is.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tæki­færis­leyf­is til áfeng­isveit­inga vegna Þorra­blóts 22. janú­ar 2023 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

            • 8. Starfs- og fjár­hags­áætlun SSH fyr­ir árið 2023202301137

              Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi starfs- og fjár­hags­áætlun SSH fyr­ir árið 2023.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06