Með þátttöku í Stóra plokkdeginum vill Mosfellsbær taka virkan þátt í þessu metnaðarfulla umhverfisátaki sem fer fram undir merkjum félagsskaparins Plokk á Íslandi.
Mosfellsbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Mosfellsbæ til að taka virkan þátt í deginum og að plokka rusl í sínum hverfum og á opnum svæðum.
Íbúar geta nálgast ruslapoka fyrir plokkið við Frískápinn fyrir utan Kjarna í Mosfellsbæ, Þverholti 2, laugardaginn 29. apríl og sunnudaginn 30. apríl.
Á grenndargámastöðvum við Dælustöðvarveg, Langatanga, Bogatanga og Skeiðholt er að finna gáma fyrir flokkað rusl, plast og gler, auk þess sem endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka er opin alla helgina og tekur á móti fjölda endurvinnsluflokka.
Á bókasafni Mosfellsbæjar er hægt að fá plokktangir að láni í allt að 30 daga í senn.
Þriðjudaginn 2. maí munu starfsmenn Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar sækja þá poka sem plokkarar setja við vegkant. Plokkarar eru beðnir um að láta vita hvar sækja þarf slíka poka í gegnum Ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Einnig er hægt að senda póst á mos@mos.is.
Tengt efni
Velkomin á fund um aðalskipulag Mosfellsbæjar!
Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.
Fjöldi hugmynda á opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál
Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag, 16. maí.
Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál
Við minnum á opinn fund um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 16. maí kl. 17:00 í Fmos.