Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í dag til­lögu bæj­ar­stjóra um stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar og nýtt skipu­riti Mos­fells­bæj­ar.

Sam­þykkt var að starf­semi Mos­fells­bæj­ar skipt­ist í fjög­ur fags­við, tvö stoðsvið og tvær skrif­stof­ur.

Fagsvið­in verða vel­ferð­ar­svið, fræðslu- og frí­stunda­svið, um­hverf­is­svið og menn­ing­ar-, íþrótta og lýð­heilsu­svið.

Stoðsvið­in verða fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið og mannauðs- og starfs­um­hverf­is­svið.

Skrif­stof­urn­ar verða skrif­stofa bæj­ar­lög­manns og skrif­stofa um­bóta og þró­un­ar.

Skipu­rit­ið mun taka gildi 1. sept­em­ber 2023.

Til­lög­ur bæj­ar­stjóra byggja á grein­ingu og ábend­ing­um í stjórn­sýslu- og rekstr­ar­ú­t­ekt sem unn­in var á tíma­bil­inu janú­ar til apríl 2023 af rágjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Strategíu.

Við­fangs­efni stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt­ar­inn­ar voru þrí­þætt. Í fyrsta lagi að greina fjár­hag og rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins. Í öðru lagi að greina stöðu og tæki­færi á sviði sta­f­rænn­ar umbreyt­ing­ar. Og í þriðja lagi að skoða gild­andi stjórn­kerfi og stjórn­un­ar­hætti, lýsa stöð­unni og koma með ábend­ing­ar um æski­leg­ar um­bæt­ur. Nán­ar til­tek­ið eru um 74 um­bóta­til­lög­ur að ræða sem bæj­ar­stjórn þarf að taka af­stöðu til og í fram­hald­inu að for­gangsr­aða þeim sem sam­þykkt verð­ur að vinna með.

Leið­ar­ljós við mót­un nýs skipu­rits Mos­fells­bæj­ar var að horfa á verk­efn­in út frá áhersl­um sveit­ar­fé­lags­ins og efla þjón­ustu við bæj­ar­búa í stækk­andi sveit­ar­fé­lagi. Með nýju skipu­lagi gefst auk­ið svigrúm til að skerpa á áhersl­um varð­andi stjórn­ar­hætti, efla áhættu- og ár­ang­urs­mat, sam­hæfa verk­efni á milli sviða og deilda, fylgja eft­ir um­bót­um og nýta bet­ur þá tækni­þró­un sem hef­ur orð­ið í sam­fé­lag­inu.

Hér að neð­an eru slóð­ir á þau gögn sem lögð voru fyr­ir bæj­ar­stjórn fyrr í dag til und­ir­bún­ings ákvörð­un­ar­inn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00