Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í dag tillögu bæjarstjóra um stjórnkerfisbreytingar og nýtt skipuriti Mosfellsbæjar.
Samþykkt var að starfsemi Mosfellsbæjar skiptist í fjögur fagsvið, tvö stoðsvið og tvær skrifstofur.
Fagsviðin verða velferðarsvið, fræðslu- og frístundasvið, umhverfissvið og menningar-, íþrótta og lýðheilsusvið.
Stoðsviðin verða fjármála- og áhættustýringarsvið og mannauðs- og starfsumhverfissvið.
Skrifstofurnar verða skrifstofa bæjarlögmanns og skrifstofa umbóta og þróunar.
Skipuritið mun taka gildi 1. september 2023.
Tillögur bæjarstjóra byggja á greiningu og ábendingum í stjórnsýslu- og rekstrarútekt sem unnin var á tímabilinu janúar til apríl 2023 af rágjafarfyrirtækinu Strategíu.
Viðfangsefni stjórnsýslu- og rekstrarúttektarinnar voru þríþætt. Í fyrsta lagi að greina fjárhag og rekstur sveitarfélagsins. Í öðru lagi að greina stöðu og tækifæri á sviði stafrænnar umbreytingar. Og í þriðja lagi að skoða gildandi stjórnkerfi og stjórnunarhætti, lýsa stöðunni og koma með ábendingar um æskilegar umbætur. Nánar tiltekið eru um 74 umbótatillögur að ræða sem bæjarstjórn þarf að taka afstöðu til og í framhaldinu að forgangsraða þeim sem samþykkt verður að vinna með.
Leiðarljós við mótun nýs skipurits Mosfellsbæjar var að horfa á verkefnin út frá áherslum sveitarfélagsins og efla þjónustu við bæjarbúa í stækkandi sveitarfélagi. Með nýju skipulagi gefst aukið svigrúm til að skerpa á áherslum varðandi stjórnarhætti, efla áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli sviða og deilda, fylgja eftir umbótum og nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið í samfélaginu.
Hér að neðan eru slóðir á þau gögn sem lögð voru fyrir bæjarstjórn fyrr í dag til undirbúnings ákvörðunarinnar.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði