Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. maí 2023

Fimmtu­dag­inn 25. maí var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur um að Mos­fells­bær taki al­far­ið að sér að ann­ast og þróa áfram þjón­ustu við íbúa Skála­túns en í dag búa þar 33 ein­stak­ling­ar.

Skála­tún er rek­ið af IOGT á Ís­landi sem hef­ur ákveð­ið að ánafna fast­eign­ir og lóð Skála­túns til nýt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna.

Stofn­uð verð­ur sjálf­seign­ar­stofn­un um fast­eign­ir Skála­túns og verð­ur framsal lóða­rétt­inda til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar bund­ið þeirri kvöð að fram­tíð­ar­upp­bygg­ing á svæð­inu verði ein­ung­is í þágu hags­muna barna og fjöl­skyldna auk þess sem frek­ari tak­mark­an­ir eru á framsali lands­ins.

Þá var skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu milli mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og Mos­fells­bæj­ar sem lýt­ur að því að stofn­an­ir rík­is­ins sem sinna mál­efn­um barna, sam­tök sem vinna í þágu barna og þjón­ustu­að­il­ar barna, verði stað­sett að Skála­túni í nokk­urs kon­ar mið­stöð barna.

Loks var ritað und­ir sam­komulag um að jöfn­un­ar­sjóð­ur yf­ir­taki skamm­tíma­skuld­ir Skála­túns og greiði Mos­fells­bæ 240 m.kr. við­bótar­fram­lag ár­lega næstu 10 árin.

,,Við í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fögn­um því að nið­ur­staða sé komin í við­ræð­ur um fram­tíð­ar­skip­an á rekstri Skála­túns en sú upp­bygg­ing sem er ráð­gerð á svæð­inu mun opna spenn­andi mögu­leika á þró­un og ný­sköp­un í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur á Ís­landi. Í þeim samn­ing­um sem hér liggja fyr­ir er sér­stak­lega gætt að hags­mun­um íbúa Skála­túns og tryggt að þeir njóti þeirr­ar þjón­ustu og að­bún­að­ar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfs­fólki Skála­túns verð­ur boð­ið áfram­hald­andi starf og er boð­ið vel­kom­ið í starfs­manna­hóp Mos­fells­bæj­ar“ seg­ir Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

Góð sam­vinna hef­ur ver­ið um þessi verk­efni í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sem hélt auka­fund í gær og veitti bæj­ar­stjóra ein­róma heim­ild til þess að und­ir­rita of­an­greinda samn­inga og vilja­yf­ir­lýs­ingu.

Upp­bygg­ing fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur

Sú upp­bygg­ing sem stefnt er að fel­ur í sér að að­il­ar sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þjón­ustu, stofn­an­ir rík­is­ins, fé­laga­sam­tök og að­r­ir að­il­ar verði stað­sett­ir á sama svæð­inu. Mark­mið­ið með því er að auka sam­st­arf og sam­tal milli að­ila, sam­nýta yf­ir­bygg­ingu, lækka rekstr­ar­kostn­að og bæta að­gengi fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur að þjón­ustu mis­mun­andi að­ila á sama stað. Þá stend­ur einn­ig til að leita leiða til þess að veita aukna og sam­þætta þjón­ustu til þeirra barna sem glíma við fjöl­þætt­an vanda og þurfa á mikl­um stuðn­ingi að halda.

Að sögn Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra, sem hélt fundi með starfs­fólki Skála­túns, íbú­um og að­stand­en­um í kjöl­far bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar­ins þá er mik­il­vægt að vanda sig mjög vel í yf­ir­færslu þjón­ust­unn­ar þar sem marg­ir íbú­ar Skála­túns hafa búið þar nánast alla sína ævi. Það verð­ur verk­efni næstu vikna og mán­uða að fara yfir ein­stak­lings­bundna þjón­ustu­áætlun fyr­ir hvern ein­stak­ling og vinna að sam­hæf­ingu á þjón­ustu Skála­túns og vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00