Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Það voru þau Pétur Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar, Þórey Bang starfsmaður á leikskólanum Reykjakoti, Sigrún Bjarnadóttir íþróttakennari í Varmárskóla og þær Ásdís Guðrún Magnúsdóttir og Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, kennarar í Varmárskóla. Það var Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem veitti viðurkenningarnar. Í ræðu sinni þar sem Regína þakkaði hverjum og einum starfsmanni nefndi hún meðal annars að þær Guðbjörg og Ásdís hefðu starfað saman í Varmárskóla í öll þessi ár og kennt yfir eitt þúsund nemendum í Mosfellsbæ. Þær væru því sannkallaðir áhrifavaldar í bænum.
Á myndinni má sjá frá vinstri Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra, Sigrúnu Bjarnadóttur, Ásdísi Guðrúnu Magnúsdóttur, Guðbjörgu Aðalsteinsdóttur, Pétur Lockton og Þórey Bang.
Tengt efni
Einstök stemming Í túninu heima
Bæjarhátíðin okkar Í túninu heima heppnaðist einstaklega vel og var þátttakan frábær að vanda.
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Metþátttaka á setningarathöfn Í túninu heima 2023
Metþátttaka var á setningarathöfn bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi.