Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Það voru þau Pétur Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar, Þórey Bang starfsmaður á leikskólanum Reykjakoti, Sigrún Bjarnadóttir íþróttakennari í Varmárskóla og þær Ásdís Guðrún Magnúsdóttir og Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, kennarar í Varmárskóla. Það var Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem veitti viðurkenningarnar. Í ræðu sinni þar sem Regína þakkaði hverjum og einum starfsmanni nefndi hún meðal annars að þær Guðbjörg og Ásdís hefðu starfað saman í Varmárskóla í öll þessi ár og kennt yfir eitt þúsund nemendum í Mosfellsbæ. Þær væru því sannkallaðir áhrifavaldar í bænum.
Á myndinni má sjá frá vinstri Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra, Sigrúnu Bjarnadóttur, Ásdísi Guðrúnu Magnúsdóttur, Guðbjörgu Aðalsteinsdóttur, Pétur Lockton og Þórey Bang.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði