Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. ágúst 2023

Á sér­stakri há­tíð­ar­dagskrá í lok bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var hljóm­sveit­in Gildr­an út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2023.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar hljóm­sveit­inni Gildrunni verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni. Sveit­in er skip­uð þeim Þór­halli Árna­syni, Karli Tóm­as­syni, Birgi Har­alds­syni og Sig­ur­geiri Sig­munds­syni.

Hljóm­sveit­in Gildr­an var stofn­uð 1985 í Mos­fells­bæ og sam­an­stend­ur að stór­um hluta af ein­stak­ling­um sem hófu sinn tón­list­ar­fer­il sem ung­ling­ar í Gagn­fræða­skóla Mos­fells­bæj­ar og hef­ur átt því sem næst órofa fer­il síð­an þá. Gildr­an starf­aði í ára­tugi í Mos­fells­bæ og er órjúf­an­leg­ur hluti af menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins.

Gildr­an hef­ur gef­ið út sjö plöt­ur og mun koma fram á fern­um tón­leik­um í Hlé­garði í haust.

Hljóm­sveit­in hef­ur stutt við menn­ing­ar­líf í Mos­fells­bæ á liðn­um árum og leik­ið á fjölda styrkt­ar­tón­leika fyr­ir fé­laga­sam­tök í Mos­fells­bæ. Gildr­an samdi Aft­ur­eld­ing­ar­lag­ið og veitti jafn­framt fé­lag­inu veg­lega pen­inga­gjöf vegna fyrsta gervi­grasvall­ar­ins í Mos­fells­bæ svo nokk­uð sé nefnt.


Á mynd­inni eru: Hljóm­sveit­in Gildr­an ásamt Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, og Hrafn­hildi Gísla­dótt­ur, formanni Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar

Mynda­taka: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00