Mosfellsbær auglýsir eftirfarandi tillögur samkvæmt 40. og 41. gr. og skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillögunar fela í sér að koma fyrir grenndarstöðvum í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Nýtt deiliskipulag fyrir grenndarstöð við Dælustöðvarveg
Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð með 6 gámum við Dælustöðvarveg.
Gefinn er kostur á að koma umsögn á framfæri vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir grenndarstöð við Dælustöðvarveg á vef Skipulagsstofnunar.
Deiliskipulagsbreyting fyrir grenndarstöð við Skálahlíð
Breytingin felur í sér að komið verði fyrir grenndarstöð með 4 gámum með aðkomu frá Skálahlíð.
Gefinn er kostur á að koma umsögn á framfæri vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir grenndarstöð við Skálahlíð á vef Skipulagsstofnunar.
Deiliskipulagsbreyting fyrir grenndarstöð við Sunnukrika
Breytingin felur í sér að komið verði fyrir grenndarstöð með 4 gámum með aðkomu frá Sunnukrika.
Gefinn er kostur á að koma umsögn á framfæri vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir grenndarstöð í Sunnukrika á vef Skipulagsstofnunar.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 8. desember nk.