Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

For­ráða­menn barna og ung­linga

Mos­fells­bær gef­ur for­ráða­mönn­um allra barna og ung­linga á aldr­in­um 6-18 ára með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ kost á frí­stunda­á­vís­un sem hægt er að nota til að greiða fyr­ir hvers kon­ar frí­stund­ast­arf hjá við­ur­kennd­um frí­stunda­fé­lög­um eða frí­stunda­stofn­un­um. Upp­hæð ávís­un­ar ákvarð­ast af fjár­hags­áætlun hverju sinni. Fram­vís­un frí­stunda­á­vís­un­ar fer fram með ra­f­ræn­um hætti í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Markmið þess­ar­ar nið­ur­greiðslu er að hvetja börn og ung­linga til að finna sér frístund sem hent­ar hverj­um og ein­um.

  1. Ein­göngu er hægt að sækja um frí­stunda­á­vís­un­ina á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.
  2. Ávís­un­in gild­ir í eitt skóla­ár í senn, frá 15. ág­úst ár hvert til 31. maí árið eft­ir, fyr­ir þau börn sem verða 6 ára og 18 ára á ár­inu, það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunn­skóla til og með ung­linga á öðru ári í fram­halds­skóla. Sé barn orð­ið 18 ára sæk­ir það sjálft um á íbúagátt­inni.
  3. Til að geta nýtt við­kom­andi frí­stunda­á­vís­un þarf um­sækj­andi:
    a. að eiga lög­heim­ili Mos­fells­bæ.
    b. að vera aldr­in­um 6-18 ára.
    c. að stunda skipu­lagt starf/nám/þjálf­un hjá við­ur­kenndu frí­stunda­fé­lagi sem nær yfir eina önn eða að lág­marki 10 vik­ur.

Frí­stunda­fé­lög

Skil­yrði Mos­fells­bæj­ar fyr­ir því að frí­stunda­fé­lög eða frí­stunda­stofn­an­ir, hér eft­ir nefnt frí­stunda­fé­lag, geti ver­ið skráð í íbúagátt Mos­fells­bæj­ar og mót­tek­ið frí­stunda­á­vís­un og boð­ið fram frí­stund­ast­arf fyr­ir þá sem fram­vísa til þeirra frí­stunda­á­vís­un, eru þessi:

  1. Starfs­sem­in sé á for­send­um upp­eld­is­legra gilda og for­varna í víð­um skiln­ingi. Starf­sem­in fari fram und­ir leið­sögn hæfra starfs­manna og leið­bein­enda við að­stæð­ur sem hæfa starfi með börn­um og ung­ling­um og að barn­ið þarf að stunda skipu­lagt starf/nám/þjálf­un hjá fé­lag­inu, sem nær yfir eina önn eða að lág­marki 10 vik­ur.
  2. Frí­stunda­fé­lag fær upp­gjör frá Mos­fells­bæ fyr­ir 15. hvers mán­að­ar í sam­ræmi við skrán­ing­ar sem fram­kvæmd­ar eru af for­ráða­mönn­um barna í íbúagátt­inni í næsta mán­uði á und­an. En með skrán­ing­unni í íbúagátt­ina eru frí­stunda­á­vís­an­ir fram­seld­ar af for­ráða­mönn­um til við­kom­andi frí­stunda­fé­lags.

For­ráða­menn barna og ung­linga og frí­stunda­fé­lög

Sam­skipta­regl­ur Mos­fells­bæj­ar vegna frí­stunda­á­vís­ana gilda um sam­skipti beggja að­ila gagn­vart Mos­fells­bæ.

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar af íþrótta- og tóm­stunda­nefnd á 192. fundi nefnd­ar­inn­ar.

Sam­þykkt á 658. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21. októ­ber 2015.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00