Reglur um frístundaávísanir.
1. Markmið frístundaávísana
Mosfellsbær gefur forráðamönnum barna og unglinga á aldrinum 5–18 ára, sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ, kost á frístundaávísun sem hægt er að nýta til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Markmið niðurgreiðslunnar er að stuðla að því að börn og unglingar finni sér frístund sem hentar hverjum og einum. Að öll börn og unglingar í Mosfellsbæ geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Þá er frístundaávísunum ætlað að auka jöfnuð barna og unglinga og stuðla að fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs.
Ráðstöfun frístundaávísunar fer fram í gegnum skráningarkerfi frístundafélags eða frístundastofnunar.
2. Verklag við úthlutun
- Frístundaávísuninni er úthlutað til barns í formi styrks frá Mosfellsbæ sem foreldri/ forráðafólk ráðstafar í þágu barnsins til aðila er standa fyrir skipulögðu frístundastarfi og falla undir reglur þessar um að vera styrkhæfir.
- Ávísunin gildir í eitt ár í senn, frá 15. ágúst ár hvert til 14. ágúst árið eftir, fyrir börn og unglinga frá 5 til 18 ára.
- Til að geta nýtt viðkomandi frístundaávísun þarf eftirfarandi að vera uppfyllt:
- Umsækjandi þarf að eiga lögheimili í Mosfellsbæ.
- Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 5–18 ára.
- Umsækjandi þarf að stunda skipulagt tómstundastarf, nám eða þjálfun hjá viður-kenndu frístundafélagi eða frístundastofnun sem nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.
- Heimilt er að veita undanþágu frá reglunni um 10 vikna lágmarkslengd skipulags tómstundastarfs, náms eða þjálfunar vegna sumarnámskeiða sem standa skemur en 10 vikur á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Íþrótta- og lýðheilsufulltrúi og tómstunda- og forvarnarfulltrúi meta hvort sérstök málefnaleg sjónarmið eigi við um að veita undanþágur í hverju tilfelli fyrir sig.
4. Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald þess skipulagða frístundastarfs sem um ræðir. Þá er ekki heimilt að nýta frístundaávísun til að greiða sérstakan viðbótarkostnað, svo sem vegna tækja og búnaðar, fatnaðar eða ferðalaga.
5. Upphæð ávísunar ákvarðast í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar hvers árs.
3. Skilyrði og skilgreiningar
Skilyrði fyrir niðurgreiðslu frístundastarfs er að sá aðili sem sinnir hinu skipulagða frístundastarfi hafi samþykkt samskiptareglur og uppfylli reglur um styrkhæfni. Starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna og leiðbeinenda við aðstæður sem hæfa starfi með börnum og unglingum og barnið þarf að stunda skipulagt starf/nám/þjálfun hjá félaginu sem nær yfir eina önn, eða að lágmarki 10 vikur.