Forráðamenn barna og unglinga
Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum. Upphæð ávísunar ákvarðast af fjárhagsáætlun hverju sinni. Framvísun frístundaávísunar fer fram með rafrænum hætti í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
- Eingöngu er hægt að sækja um frístundaávísunina á íbúagátt Mosfellsbæjar.
- Ávísunin gildir í eitt skólaár í senn, frá 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir, fyrir þau börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni.
- Til að geta nýtt viðkomandi frístundaávísun þarf umsækjandi:
a. að eiga lögheimili Mosfellsbæ.
b. að vera aldrinum 6-18 ára.
c. að stunda skipulagt starf/nám/þjálfun hjá viðurkenndu frístundafélagi sem nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.
Frístundafélög
Skilyrði Mosfellsbæjar fyrir því að frístundafélög eða frístundastofnanir, hér eftir nefnt frístundafélag, geti verið skráð í íbúagátt Mosfellsbæjar og móttekið frístundaávísun og boðið fram frístundastarf fyrir þá sem framvísa til þeirra frístundaávísun, eru þessi:
- Starfssemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna og leiðbeinenda við aðstæður sem hæfa starfi með börnum og unglingum og að barnið þarf að stunda skipulagt starf/nám/þjálfun hjá félaginu, sem nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.
- Frístundafélag fær uppgjör frá Mosfellsbæ fyrir 15. hvers mánaðar í samræmi við skráningar sem framkvæmdar eru af forráðamönnum barna í íbúagáttinni í næsta mánuði á undan. En með skráningunni í íbúagáttina eru frístundaávísanir framseldar af forráðamönnum til viðkomandi frístundafélags.
Forráðamenn barna og unglinga og frístundafélög
Samskiptareglur Mosfellsbæjar vegna frístundaávísana gilda um samskipti beggja aðila gagnvart Mosfellsbæ.
Reglur þessar voru samþykktar af íþrótta- og tómstundanefnd á 192. fundi nefndarinnar.
Samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 21. október 2015.