Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Frí­stunda­tíma­bil hjá börn­um og ung­ling­um nær yfir skóla­ár og hefst 15. ág­úst ár hvert til 31. maí árið eft­ir.

Mos­fells­bær styrk­ir frí­stunda­iðk­un allra barna og ung­linga á aldr­in­um 5-18 ára með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ með fjár­fram­lagi á móti kostn­aði við frí­stunda­iðk­un. Hægt er að ráð­stafa styrkn­um í gegn­um flest skrán­inga­kerfi frí­stunda­fé­laga, í þeim til­fell­um er val­ið að nýta frí­stunda­á­vís­un um leið og barn er skráð hjá fé­lag­inu. Styrk til annarra fé­laga þarf að skrá á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Ávís­un­in gild­ir í eitt skóla­ár í senn, frá 15. ág­úst ár hvert til 31. maí árið eft­ir, fyr­ir þau börn sem verða 5 ára og 18 ára á ár­inu. Það er að segja börn sem eru á síð­asta ári leik­skóla til og með ung­linga á öðru ári í fram­halds­skóla. Sé barn orð­ið 18 ára sæk­ir það sjálft um á þjón­ustugátt­inni.

Til að geta nýtt frí­stunda­á­vís­un þarf barn­ið/ung­ling­ur­inn:

  • að eiga lög­heim­ili Mos­fells­bæ
  • að vera aldr­in­um 5-18 ára
  • að stunda skipu­lagt starf/nám/þjálf­un hjá við­ur­kenndu frí­stunda­fé­lagi sem nær yfir eina önn eða að lág­marki 10 vik­ur

Um­sókn


Breyt­ing­ar á frí­stunda­á­vís­un 2021 - 2022

  • Ald­ur­svið­mið frí­stunda­á­vís­un­ar fari nið­ur í 5 ár og upp­hæð ávís­un­ar­inn­ar fyr­ir 5 ára verð­ur 26. þús­und á ári.
  • Frí­stunda­á­vís­un fyr­ir fyrsta og ann­að barn var hækk­að í 52.000 en verð­ur óbreytt 60.000 fyr­ir þrjú börn eða fleiri.

Frí­stunda­tíma­bil­ið 2022 - 2023

Börn fædd á ár­un­um 2005 til 2017 eiga rétt á frí­stunda­á­vís­un á frí­stunda­tíma­bil­inu 15. ág­úst 2022 til 31. maí 2023. Þar er að segja fyr­ir börn sem verða 5 ára og til og með 18 ára á ár­inu, börn sem eru á síð­asta ári leik­skóla til og með ung­linga á öðru ári í fram­halds­skóla. Sé barn orð­ið 18 ára sæk­ir það sjálft um á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Vin­sam­lega at­hug­ið að að­eins börn með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ fá val­mögu­leika um að nýta frí­stunda­á­vís­un.


Upp­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar

Frí­stunda­á­vís­un 2022 – 2023 er 26.000 kr. fyr­ir 5 ára, 52.000 kr. fyr­ir 6-18 ára en hækk­ar fyr­ir þriðja barn (6-18 ára) upp í 60.000 kr., einnig fyr­ir fjórða og fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjöl­skyld­ur sem skráð­ar eru með sama lög­heim­ili og fjöl­skyld­u­núm­er hjá for­eldri.

Frístundaávísun
AldurUpphæðSamtalsMeðaltal*

5 ára - 1 barn

26.000 kr.

26.000 kr.

26.000 kr.

6-18 ára: 1 barn

52.000 kr.

52.000 kr.

52.000 kr.

6-18 ára: 2 börn

52.000 kr.

104.000 kr.

52.000 kr.

6-18 ára: 3 börn

60.000 kr.

164.000 kr.

54.667 kr.

6-18 ára: 4 börn

60.000 kr.

224.000 kr.

56.000 kr.

6-18 ára: 5 börn

60.000 kr.

284.000 kr.

56.800 kr.

6-18 ára: 6 börn

60.000 kr.

344.000 kr.

57.333 kr.

*Sú upp­hæð sem for­ráða­mað­ur get­ur ráð­staf­að fyr­ir hvert barn.

Á þjón­ustugátt er að finna lista yfir öll skráð frí­stunda­fé­lög hjá Mos­fells­bæ.

Ef fé­lag sem barn vill sækja nám­skeið hjá býð­ur ekki upp á að nýta frí­stunda­á­vís­un hjá Mos­fells­bæ eða er ekki skráð í þjón­ustugátt­inni þarf við­kom­andi fé­lag að senda tölvu­póst á fri­stund­mos[hja]mos.is og sækja um að kom­ast á list­ann. Fé­lög þurfa að upp­fylla all­ar kröf­ur og sam­þykkja skil­mála Mos­fells­bæj­ar.


Hvernig er frí­stunda­á­vís­un­in not­uð?

At­hug­ið: Ein­göngu er ver­ið að ráð­stafa frí­stunda­á­vís­un, ekki greiða nám­skeiðs­gjöld.


Regl­ur og sam­þykkt­ir