Frístundatímabil hjá börnum og unglingum nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir.
Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun. Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest skráningakerfi frístundafélaga, í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Ávísunin gildir í eitt skólaár í senn, frá 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir, fyrir þau börn sem verða 5 ára og 18 ára á árinu. Það er að segja börn sem eru á síðasta ári leikskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á þjónustugáttinni.
Til að geta nýtt frístundaávísun þarf barnið/unglingurinn:
- að eiga lögheimili Mosfellsbæ
- að vera aldrinum 5-18 ára
- að stunda skipulagt starf/nám/þjálfun hjá viðurkenndu frístundafélagi sem nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur
Umsókn
Breytingar á frístundaávísun 2021 - 2022
- Aldursviðmið frístundaávísunar fari niður í 5 ár og upphæð ávísunarinnar fyrir 5 ára verður 26. þúsund á ári.
- Frístundaávísun fyrir fyrsta og annað barn var hækkað í 52.000 en verður óbreytt 60.000 fyrir þrjú börn eða fleiri.
Frístundatímabilið 2022 - 2023
Börn fædd á árunum 2005 til 2017 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2022 til 31. maí 2023. Þar er að segja fyrir börn sem verða 5 ára og til og með 18 ára á árinu, börn sem eru á síðasta ári leikskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Vinsamlega athugið að aðeins börn með lögheimili í Mosfellsbæ fá valmöguleika um að nýta frístundaávísun.
Upphæð frístundaávísunar
Frístundaávísun 2022 – 2023 er 26.000 kr. fyrir 5 ára, 52.000 kr. fyrir 6-18 ára en hækkar fyrir þriðja barn (6-18 ára) upp í 60.000 kr., einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer hjá foreldri.
Aldur | Upphæð | Samtals | Meðaltal* |
---|---|---|---|
5 ára - 1 barn | 26.000 kr. | 26.000 kr. | 26.000 kr. |
6-18 ára: 1 barn | 52.000 kr. | 52.000 kr. | 52.000 kr. |
6-18 ára: 2 börn | 52.000 kr. | 104.000 kr. | 52.000 kr. |
6-18 ára: 3 börn | 60.000 kr. | 164.000 kr. | 54.667 kr. |
6-18 ára: 4 börn | 60.000 kr. | 224.000 kr. | 56.000 kr. |
6-18 ára: 5 börn | 60.000 kr. | 284.000 kr. | 56.800 kr. |
6-18 ára: 6 börn | 60.000 kr. | 344.000 kr. | 57.333 kr. |
*Sú upphæð sem forráðamaður getur ráðstafað fyrir hvert barn.
Á þjónustugátt er að finna lista yfir öll skráð frístundafélög hjá Mosfellsbæ.
Ef félag sem barn vill sækja námskeið hjá býður ekki upp á að nýta frístundaávísun hjá Mosfellsbæ eða er ekki skráð í þjónustugáttinni þarf viðkomandi félag að senda tölvupóst á fristundmos[hja]mos.is og sækja um að komast á listann. Félög þurfa að uppfylla allar kröfur og samþykkja skilmála Mosfellsbæjar.
Hvernig er frístundaávísunin notuð?
Athugið: Eingöngu er verið að ráðstafa frístundaávísun, ekki greiða námskeiðsgjöld.