Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Frí­stunda­tíma­bil hjá börn­um og ung­ling­um hefst 15. ág­úst ár hvert til 14. ág­úst árið eft­ir.

Mos­fells­bær styrk­ir frí­stunda­iðk­un allra barna og ung­linga á aldr­in­um 5-18 ára með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ með fjár­fram­lagi á móti kostn­aði við frí­stunda­iðk­un. Hægt er að ráð­stafa styrkn­um í gegn­um flest skrán­inga­kerfi frí­stunda­fé­laga, í þeim til­fell­um er val­ið að nýta frí­stunda­á­vís­un um leið og barn er skráð hjá fé­lag­inu. Styrk til ann­arra fé­laga þarf að skrá á Mín­um síð­um Mos­fells­bæj­ar.


Frí­stunda­tíma­bil 2024 - 2025

Börn fædd á ár­un­um 2007 til 2019 eiga rétt á frí­stunda­á­vís­un á frí­stunda­tíma­bil­inu 15. ág­úst 2023 til 14. ág­úst 2024.

Til að geta nýtt frí­stunda­á­vís­un þarf barn­ið/ung­ling­ur­inn:

  • að eiga lög­heim­ili Mos­fells­bæ
  • að vera aldr­in­um 5-18 ára
  • að stunda skipu­lagt starf/nám/þjálf­un hjá við­ur­kenndu frí­stunda­fé­lagi sem nær yfir eina önn eða að lág­marki 10 vik­ur

Upp­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar

Frí­stunda­á­vís­un 2024 – 2025 er 26.000 kr. fyr­ir 5 ára. Fyr­ir 6-18 ára er frí­stunda­á­vís­un 57.000 kr. en hækk­ar fyr­ir þriðja barn (6-18 ára) upp í 65.500 kr., einn­ig fyr­ir fjórða og fimmta barn o.s.frv.

Þetta á við um fjöl­skyld­ur sem skráð­ar eru með sama lög­heim­ili og fjöl­skyld­u­núm­er hjá for­eldri.

Frístundaávísun
AldurUpphæðSamtalsMeðaltal*

5 ára - 1 barn

26.000 kr.

26.000 kr.

26.000 kr.

6-18 ára: 1 barn

57.000 kr.

57.000 kr.

57.000 kr.

6-18 ára: 2 börn

57.000 kr.

114.000 kr.

57.000 kr.

6-18 ára: 3 börn

65.500 kr.

179.500 kr.

59.833 kr.

6-18 ára: 4 börn

65.500 kr.

245.000 kr.

61.250 kr.

6-18 ára: 5 börn

65.500 kr.

310.500 kr.

62.100 kr.

6-18 ára: 6 börn

65.500 kr.

376.000 kr.

62.667 kr.

*Sú upp­hæð sem for­ráða­mað­ur get­ur ráð­stafað fyr­ir hvert barn.


Hvern­ig er frí­stunda­á­vís­un­in not­uð?

Frí­stunda­á­vís­un er not­uð í gegn­um skrán­ing­ar­kerfi fé­lags:

  1. Þeg­ar iðk­andi er skráð­ur á nám­skeið/í fé­lag er far­ið í skrán­ing­ar­kerfi fé­lags­ins.
  2. Þar er val­ið að nýta frí­stunda­á­vís­un á móti nám­skeiðs/fé­lags­gjöld­um. Kerf­ið sæk­ir þá upp­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar barns­ins sjálf­krafa. For­eldri get­ur kos­ið að breyta upp­hæð­inni sem á að nýta.
  3. Þeg­ar skrán­ing­unni á nám­skeið/í fé­lag er stað­fest er upp­hæð­inni ráð­stafað sjálf­krafa.

Ef nota á frí­stunda­á­vís­un til fé­lags sem er ekki með eig­ið skrán­ing­ar­kerfi vin­sam­lega haf­ið sam­band við mos@mos.is.


Regl­ur og sam­þykkt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00