Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þriðju­dag­inn 20. maí fer fram kosn­ing í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Krakka Mosó 2025, þar sem börn og ung­ling­ar á mið- og ung­linga­stigi grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar fá tæki­færi til að hafa áhrif á nærum­hverfi sitt. Verk­efn­ið er hluti af Okk­ar Mosó, sam­ráðs­verk­efni bæj­ar­ins og íbúa um for­gangs­röðun fram­kvæmda.

Nem­end­ur lögðu fram hug­mynd­ir að um­bót­um á þrem­ur opn­um svæð­um, Æv­in­týra­garð­in­um, Stekkj­ar­flöt og svæði við Ritu­höfða. Áhersla var lögð á leik, hreyf­ingu, sam­veru og lýð­heilsu. Hug­mynda­söfn­un­in stóð yfir dag­ana 28. og 29. apríl síð­ast­lið­inn og alls bár­ust rúm­lega 400 til­lög­ur frá krökk­um.

Úr­vinnslu hug­mynda er lok­ið og hef­ur kynn­ing far­ið fram á þeim verk­efn­um sem kos­ið verð­ur um, en þau eru stór aparóla, jarð­vegs­hjóla­braut, par­kour þraut­ir, snún­ingsróla með fjór­um örm­um og sæt­um, þrauta­braut á vatni og blak-, padel- og tenn­is­völl­ur.

Á kjör­dag verð­ur ís­lenski fán­inn dreg­inn að húni við skól­ana og eru 1.179 nem­end­ur á kjörskrá. Tveir full­trú­ar frá mið­stigi og tveir full­trú­ar frá ung­linga­stigi mynda kjör­stjórn hvers skóla auk formanns nem­enda­ráðs í hverj­um skóla fyr­ir sig. Kjör­stjórn ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd kosn­ing­anna og stýr­ir taln­ingu at­kvæða með stuðn­ingi starfs­fólks hvers skóla og starfs­fólks menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Nið­ur­stöð­ur kosn­ing­anna verða kynnt­ar í Helga­fells­skóla kl. 16:00 á kjör­dag.

Til fram­kvæmd­anna verð­ur var­ið um 20 millj­ón­um króna og var verk­efn­ið unn­ið í nánu sam­starfi við grunn­skóla bæj­ar­ins. Með þessu stíg­ur Mos­fells­bær mik­il­vægt skref í inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og efl­ir lýð­ræð­is­lega þátt­töku barna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00