Í vinnslu og undirbúningi er endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Í vinnslu og undirbúningi er endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Ráðgjafar aðalskipulags, starfsfólk Arkís arkitekta og Mannvits verkfærðistofu, hafa fundað með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og farið fyrir fjölda erinda, ábendinga og umsókna sem liggja fyrir í endurskoðun aðalskipulags. Í samræmi við verkáætlun er stefnt að því að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggji fyrir í haust til umsagna. Á síðari stigum verður einnig gert ráð fyrir íbúafundi þegar ytri aðstæður leyfa.
Endurskoðun aðalskipulags byggir fyrst og fremst á að samræma eldra aðalskipulag við nýjar stefnur og samþykktir. Svo sem nýja skipulagsreglugerð, ný minjalög, nýja landsskipulagsstefnu, nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, nýjan samgöngusáttmála um bættar samgöngur, nýja umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna og breytt jarðalög.
Á eftirfarandi fjórum fundum var sérstaklega fjallað um endurskoðun aðalskipulags, lesa má fundargerðri hér:
- Fundargerð skipulagsnefndar nr. 534
- Fundargerð skipulagsnefndar nr. 538
- Fundargerð skipulagsnefndar nr. 540
- Fundargerð skipulagsnefndar nr. 543
Ráðgjafar vinna nú að drögum nýs aðalskipulag. Íbúa og aðrir hagsmunaaðilar geta sent inn erindi eða ábendingar á skipulag[hja]mos.is.
Reynt verður að taka tillit til innsendra tillagna í samræmi við framvindu verkefnissins.
Tengt efni
Umsagnafrestur um frumdrög aðalskipulagsins framlengdur
Mosfellsbær kynnti þann 12. júní frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemda.
Vel heppnaður kynningarfundur á drögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 15. júní var haldinn kynningarfundur á frumdrögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem var opinn öllum í Hlégarði.
Frumdrög nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.